Vikan


Vikan - 08.08.2000, Blaðsíða 10

Vikan - 08.08.2000, Blaðsíða 10
Um þessar mundir er Ósk Úskarsdóttir að leggja síðustu hönd á flórða hljóm- disk sinn. Þrátt fyrir prjá hljómdiska er nafn Óskar ekki á allra uörum en piötur hennar eru til á flestum útuarpsstöðuum. Um daginn hijómaði eitt iaga hennar í Ríkissjónuarpinu meðan lokamyndin uar á skjánum. Þar átti lagið mjög uel uið fallega mynd af íslensku landsiagí sem tekin uar að sumri tíi. Hún segir að pað sé í ualdi háttagerðarmanna huort heir spili tónlistina hennar en bar sem hún sé sjálf útgefandi hafi hún engan bakhjarl til að fylgja plötunum eftir. Tónlistar- sköpunin sé sprottin af innri hörf og hafi lítið með sókn í frægð að gera. Reyndar finnist henni ekki eftirsóknaruert að tilheyra hópi beirra umtöluðu. Hennar uerkefni sé fyrst og fremst fólgið í þuí að ala upp börnin sín þrjú og reyna að koma þeim til manns. Ósk Óskarsdótt- ir tónlistarmaóur hefur ”elió út þrjár hljóinpliit- ur sii fjóróa er í vinnshi. -O ■o cn 03 ^ SZ -o ‘O -o V) . O) •< •< 03 co -O ■O Fjórða plata Óskar Ósk- arsdóttur er nokkuð ólík hinum fyrri. Fyrsta platan hennar var jóla- platan „Með ósk um gleðileg jól“, önnur hét „Óskin“, en meg- inþema hennar er vorið, og þriðja platan „Draumur hjarð- sveinsins“ fjallaði um haustið. Það er ekki auðvelt að lýsa tón- list Óskar því hún vekur margs konar hughrif. Jólaplatan, sem fjallar auðvitað um jólasveina, Grýlu og hennar hyski, hefur takt sem rninnir á gamlan íslenskan kveðskap. Börn, sem jafnvel skilja ekki textana, ná taktinum alveg um leið. „Það hefur verið sagt um jóla- plötuna að hún sé dálítið forn sem mér finnst alveg ágætt því textarnir eru flestir í þeim anda,“ segir Ósk. Hinar tvær plöturnar eru í allt öðrum anda sem helst má líkj a við austræn áhrif, j afnvel arabísk á köflum. Rödd Óskar er líka sérstök, svolítið hrjúf, og minnir að nokkru leyti á rödd Patti Smith sem var vinsæl hér á árum áður. Á nýju plötunni, sem heitir „Silent Journey" og kemur út innan skamms, kveður við meiri rokktón en áður og að þessu sinni eru textarnir allir á ensku. „Fram til þessa hef ég ein- göngu gefið út lög sem ég hef samið við íslensk ljóð sem sum- um hefur þótt nokkuð þjóðleg en ég hef alltaf haft gaman af ís- lenskum sönglögum. Síðan ég man eftir mér hefur pabbi sung- ið með karlakórnum Fóstbræðr- um og ég fékk þetta beint í æð alla daga því hann var alltaf syngjandi. Rokktakturinn er mér líka nánast í blóð borinn því Ómar bróðir var í rokkbandi þegar ég var stelpa. Hann var ið- inn við að koma með góðar hljómplötur heim og ég féll í stafi yfir tónlist Jimi Hendrix og gömlu Bowie plötunum. Því er það bara eðlilegt framhald að fara yfir í þá tónlist. Sum lögin á „Silent Journey“ samdi ég og lét hljóðrita þegar ég var aðeins yngri. Ég hef samið lög síðan ég var unglingur og á orðið góðan slatta af melódíum.“segir Ósk og brosir. Ensku textarnir eru flest- ir eftir fyrrverandi eiginmann Óskar og föður barnanna henn- ar, Laurie Driver, sem er enskur. Tvær íslenskar konur, Guðrún Brynja Bernharðsdóttir og Sig- ríður Sæmundsdóttir, eiga svo sitt ljóðið hvor. Ósk og Laurie störf- uðu saman í hljómsveitum í byrj- un níunda áratugarins en hann hafði áður verið í einni frum- herjasveit pönksins í Bretlandi '76-’78 sem hét The Adverts. Þetta var fyrsta pönkhljómsveit- in sem náði lagi inn á Top 10 þar í landi sem hét Looking through Gary Gilmors eyes. Hljómsveit- irnar sem þau stofnuðu saman hétu Út úr blánum og Frumskóg- ar-Edda (Jungle Hilton). „Þessar hljómsveitir voru mjög rokkaðar og spiluðu eingöngu frumsamið efni. Það var æft mik- ið í marga mánuði en sjaldan spil- að opinberlega. Hljómsveitir sem eru bara með eigið efni hafa alltaf átt frekar erfitt uppdráttar íReykjavík. Fyrra bandið spilaði þrisvar opinberlega og sú síðari á fyrstu Óháðu listahátíðinni og á hamborgarastað uppi á velli áður en það lagði upp laupana," segir Ósk. Hún kynntist Laurie í Amsterdam og þaðan fluttu þau saman til London eftir viðkomu í nokkrum frystihúsum hér á Fróni. „Frá Bretlandi fluttum við til Chicago og þar eignuðumst við eldri strákinn sem heitir Hunter. Eftir eins og hálfs árs dvöl í Bandaríkjunum fluttum við aft- ur til Bretlands og í Brighton fæddist strákur númer tvö, Jósef. Ári síðar komum við alkomin til íslands og búmm, ég varð ólétt í þriðja sinn á þremur árum. Anna Lucy kom síðust í heiminn, akkúrat á afmælisdaginn minn. Skömmu síðar skildum við, ég og breski trommarinn!“ segir Ósk. Þar með var hún orðin einstæð móðir þriggja barna sem núna eru tíu, tólf og þrettán ára. Börn- in hennar skipta hana meira máli en tónlistarsköpunin. Anna Lucy söng með mömmu sinni á þriðju plötunni en að öðru leyti hafa þau ekki sinnt tónlistinni nema sem áheyrendur. „Ég hef ekki haldið tónlist að þeim og myndi heldur letja þau til að leggja út á þá braut en ég myndi aldrei stöðva þau í því sem 10 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.