Vikan - 08.08.2000, Page 11
á mér að halda. Það er frekar
stutt síðan ég hætti að spila og
syngja þau í svefn. Allt í einu eitt
kvöldið vildi Hunter ekki heyra
meir og ég varð mjög sár og fékk
sterka höfnunartilfinningu.
Næsta kvöld þegar Jósef bað um
tónlistaruppákomu kom í ljós að
þeim fyrrnefnda þótti tónlistin of
sorgleg," segir Osk hlæjandi.
„Hins vegar kemur það mér ekk-
ert á óvart að lögin beri með sér
trega því það er einna helst á til-
finningaþrungnum stundum sem
ég hef mesta þörf fyrir að hverfa
inn í tónlistarsköpunina, það
huggar mig.“
íslensku lögin hefur Ósk samið
við ljóð ýmissa skálda. A jóla-
disknum voru meðal annars Ijóð
eftir Jóhannes úr Kötlum og
Grím Thomsen. Á haust- og vor-
diskunum sótti hún töluvert í ljóð
Jakobínu Johnson.
„Eg keypti ljóðabók hennar,
Kertaljós, á bókamarkaði í
Perlunni fyrir nokkrum árum og
heillaðist mjög. Þar er þessi
söknður sem ég þekki svo vel
sjálf. Það er jú alltaf eitthvað sem
maður saknar í lífinu og ekki síst
þegar fósturjörðin er víðs fjarri.
Jakobína fæddist í Aðaldalnum
árið 1883 og flutti til Vesturheims
fimm ára að aldri. Hún var iðin
við að kynna íslenska ljóðlist í
Bandaríkjunum. Hún þýddi m.a.
ljóð Stephans G. Stephanssonar
áensku. JakobínaIéstáriðl974.
Ég komst nýlega í netsamband
við sonarson hennar, Eric John-
son sem býr í Kaliforníu, og sendi
honum hljómdiskana. Hann var
mjög ánægður með það að ein-
hver Islendingur sýndi ljóðum
ömmu hans áhuga og bað mig að
senda sér fleiri diska fyrir hina af-
komendurna. Nú er hann að læra
íslensku og er að vinna í því að
þýða ljóðin hennar á ensku.“
þau vildu gera. Mér finnst gam-
an að hlusta á tónlistina sem þau
eru að hlusta á og tjútta við lög
Limp Bizkit og Cypress Hill. Mér
finnst skemmtilegt að fylgjast
með því hvernig sá elsti er far-
inn að hafa gaman af böndum
sem ég hafði gaman af fyrir
nokkrum árum, s.s. Nirvana og
Sonic Youth. Þetta eru bönd sem
eru mjög ,,inn“ hjá þeim núna
ásamt Metallica sem líka er eld-
gamalt band,“ segir Ósk um tón-
listarsmekk barnanna. Reyndar
lærðu þau á flautu í Waldorfskól-
anum sem þau voru nemendur í.
„í Waldorfskólanum er börn-
unum kennt mjög mikið í gegn-
um tónlist og myndlist og þeirra
hugmyndafræði gengur út á það
að hausinn sé ekki bara í skóla
heldur allur líkaminn. Krökkun-
um er kennt að lesa í gegnum
hreyfilist og ég var svo heppin að
kynnast þessu sjálf af því að,
Rósa Helgadóttir, sem kenndi
hreyfilist, bað mig að spila fyrir
sigíkennslustundum. Húnsagði
mér að Rudolf Steiner, sá sem
kom með hugmyndirnar sem
notaðar eru í Waldorfskólunum,
hefði gert vísindalegar rannsókn-
ir í sambandi við hreyfilistina þar
sem hver stafur fékk hreyfingu
sem líkir eftir hreyfingunni sem
myndast í kokinu þegar viðkom-
andi stafur er sagður. Það var
hrein unun að horfa á Rósu
„hreyfa" heilu ljóðin eftir þessu
kerfi,“ segir Ósk.
En hvernig fer barnauppeldi
og tónlistarsköpun saman? Tog-
ar þetta ekki hvort í annað?
„Mér þykir þetta tvennt fara
mjög vel saman. Ég sit heima við
og vinn í tónlistinni og er því til
staðar fyrir þau þegar þau þurfa
Píanóið er í stofunni en upptöku-
stúdíóið er í vaskahúsinu. Osk
með börnunum sínum þremur.
Hunter er 13 ára, Jósef er 12 ára
og yngst er Anna Lucy, 10 ára.
Heimilisiðnaður í bvotta-
húsinu
Öll tónlist Óskar er heimaunn-
in í orðsins fyllstu merkingu. Hún
semur heima á píanóið, leikur á
mörg hljóðfæri í lögum sínum
sem tekin eru upp í vaskahúsinu.
Þar gat hún innréttað lítið stúd-
íó með því að setja þvottavélina
á baðið.
„Það hefur komið fyrir að ég
hafi tekið upp söng inni á klósetti
þegar umferðin og lætin eru of
mikil útifyrir,“segir Ósk og er
greinilega ekki að grínast. Upp-
tökutækin á hún sjálf en hún fór
á tvö hljóðupptökunámskeið og
með reynslunni hefur hún lært að
hljóðblanda. Þótt hún leiki sjálf á
mörg hljóðfæri, svo sem öll
hljómborð, þverflautu, harm-
oníku og einstaka slagverk, kall-
ar hún aðra hljóðfæraleikara til
vinnu.
„Ég kann vinnukonugripin á
gítar en annars get ég ekki leik-
ið á nein strengjahljóðfæri og fæ
því aðstoð frá öðrum. Ég hef ver-
ið svo heppin að þeir hljóðfæra-
leikarar hafa annaðhvort stillt
Vikan
11