Vikan


Vikan - 08.08.2000, Page 19

Vikan - 08.08.2000, Page 19
 /i [ " ■ t I m l\ Kió JL i j miklum tíma með. Og þótt mamma sé svona náin vinkona mín þá er hún og verður alltaf fyrst og fremst móðir mín, enda tekst henni frábærlega að vera bæði besta vinkona mín og hin huggandi, umvefjandi móðir þegar ég þarf á því að halda. Pegar ég eignast sjálf börn þá vona ég að mér takist að eiga eins náin samskipti við þau og við mæðgurnar höfum átt okk- ar á milli.“ Ragnheiður segir að Elva sé nýflutt að heiman og hún sakni hennar mjög mikið: „Ég á aðra dóttur sem ég elska jafnmikið og Elvu og okkur kemur vel saman. Við eigum þó ekki eins sterkt vináttusamband og ég og Elva. Hún er ekki eins mikil skellibjalla og við tvær en hún hefur gaman af okkur! Ég var ekki þannig móðir að ég léki mikið við börnin mín og ég held að ég hafi verið frekar strangur uppalandi þegar stelp- urnar voru yngri en með árun- um slakaði ég á og varð mun afslappaðri. Þegar Elva var 11- 12 ára gömul fóru að myndast sterkari bönd á milli okkar. Vin- konum mínum fannst skrýtið hversu góð samskipti við mæðgurnar áttum þegar Elva var unglingur því þær áttu sjálf- ar í miklum erfiðleikum með dætur sínar. Pær spurðu mig: „Hvernig ferðu að því að stjórna henni?“ Svar mitt var á þá leið að ég stjórnaði henni ekki heldur talaði við hana. í dag er samband okkar sem mæðgna líka yndislegt. Við get- um rætt svo margt og ráðleggj- um hvor annarri varðandi ýmis mál. Við erum af sitt hvorri kyn- slóðinni og bætum hvor aðra upp. Ég átti gott samband við mína eigin móður en það var ekki eins náið og hjá okkur Elvu. Mamma gat aldrei beðið mig afsökunar ef hún hafði rangt fyrir sér og því hef ég lagt áherslu á að viðurkenna fyrir Elvu ef ég á röngu að standa og bið hana þá afsökunar. Ég er á þeirri skoðun að kona geti ver- ið móðir dætra sinni en um leið góður vinur. Allavega hefur það tekist með ágætum hjá okk- ur Elvu og ég vona að það eigi eftir að skila sér til næstu kyn- slóðar.“ Þegar bú ert ekki náin mömmu binni Jónína er 24 ára gamall há- skólanemi sem á í erfiðum sam- skiptum við móður sína, sem hún kýs að nefna ekki með nafni: „Samskipti okkar eru mjög slæm. Við hittumst tvisvar í mánuði þegar mamma passar fjögurra ára gamlan son minn en ég vil leyfa honum að um- gangast ömmu sína og ekki láta vandamál okkar mæðgnanna bitna á honum. Þegar ég var á aldrinum 15-21 árs var lífið algjört víti. Mamma var alltaf reið út í mig og skammaðist stöðugt. Hún öskr- aði á mig að ég væri löt og frökk og hún hataði kærastann minn, sem er faðir drengsins míns. Ég man sérstaklega vel eftir einu rifrildi sem spannst af því að ég kom heim hálftíma seinna eitt kvöldið en hún hafði sagt mér að gera. Hún tapaði sér alveg og það endaði með að ég fór að há- gráta. Ég baðst afsökunar á milli ekkasoganna en hún virti mig ekki viðlits. Mér leið svo illa að ég keypti blómvönd handa henni næsta dag en hún sneri upp á sig og þáði hann ekki. Pað var mjög sárt og ég upplifði mikla höfnunartilfinn- ingu. Mamma reyndist mér þó ótrúlega vel eftir að kærastinn sleit sambandinu við mig og ég var ein með barnið. En það ent- ist því miður ekki lengi. Ég ákvað að flytja í annað hverfi, fara í Háskólann og byrja nýtt líf en það fór alveg með hana og hún lagðist í rúmið í 4 daga. Hún var ósátt við stefnubreyt- inguna í lífi mínu og gat ekki virt ákvarðanir mínar. Þetta fór þannig að við töluðumst ekki við í heilt ár. Auðvitað var ég reið út í hana fyrir að láta svona en hún er nú einu sinni mamma mín og ég elska hana þrátt fyr- ir galla hennar. Mér finnst mjög sorglegt að við skulum ekki eiga betri og nánari samskipti og hef sótt tíma hjá sálfræðingi síðast- liðna fimm mánuði vegna þessa. Ég er að reyna að kom- ast til botns í því hvers vegna hún lætur svona og hvað sé best fyrir mig að gera í stöðunni. Kannski náum við einhvern tíma saman, það er mín heitasta ósk.“ Vikan 19

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.