Vikan - 08.08.2000, Qupperneq 24
Að læra að leika
Gunnhildur Sigurðardóttir,
Anna Jeppesen og Sigríður
Karlsdóttír sitja í skólanefnd
Bandalags íslenskra leíkfé-
laga. Bandalagið, sem er
landssamtök áhugaleikfé-
laga á íslandi, hefur frá ár-
ínu 1997 rekið leiklistar-
skóla með hað að markmiðí
að gera áhugafólki kleift að
afla sér menntunar í listinni
og skapa huí aðstöðu til að
horskast í faglegu tilliti.
Gunnhíldur, Anna og Sigríður
hafa mótað og haldið utan
um leiklistarskólann frá
upphafi og segja má að
hann sé hálfgert afkvæmi
hremenninganna.
„Skólanefndin" virðist vera
vel þekkt fyrirbæri innan
Bandalags íslenskra leikfé-
laga enda hefur hún unnið að-
dáunarvert og mikilvægt starf
fyrir áhugafólk um leiklist á
íslandi. Gunnhildur, Anna og
Sigríður hafa lagt mikinn tíma
og mikinn metnað í það starf
sem þær hafa innt af hendi og
er afraksturinn vinsæll leik-
listarskóli með fjölbreyttum,
þaulhugsuðum og vel skipu-
lögðum námskeiðum fyrir
áhugaleikara sem og tækni-
fólk hjá áhugaleikfélögum. í
þau þrjú ár sem skólinn hef-
ur verið starfræktur hefur
námskeiðahald farið fram á
Húsabrekku í Svarfaðardal
en tækninámskeið hafa
einnig verið haldin í Kópa-
vogi. Skólinn er starfræktur í
júní og ágúst en í ár eru nám-
skeið eingöngu í ágústmánuði
vegna Leiklistarhátíðar
Bandalags íslenskra leikfé-
laga sem haldin var á Akur-
eyri í júní.
A hverju sumri eyða Gunn-
hildur, Anna og Sigríður
hluta af sumarfríinu sínu í
skólastarfið. Anna hefur þó
minni tök á að dvelja í Húsa-
brekku vegna vinnu sinnar,
en Gunnhildur og Sigríður,
titlaðar skólastýrur, sjá um
reksturinn og að allt gangi
snurðulaust fyrir sig þessa tíu
daga sem námskeiðin standa
yfir.
Huer er „skólanefndín “P
En hvernig tengjast þre-
menningarnir leiklistinni og
hvað fær þær til að eyða svona
miklum tíma í þetta áhuga-
mál? Anna er fyrst til svars:
„Ég bjó á Húsavík í fjölda-
mörg ár og tengdist leiklist-
inni allan tímann sem ég var
þar. Síðan fór ég suður í nám
og aftur út í framhaldsnám í
kennslufræðilegri leiklist. Ég
er sem sagt búin að gera
áhugamálið mitt að atvinnu í
dag en ég vinn við það að
kenna kennurum að nota
leiklist í kennslu. Ég er í hálfu
starfi við grunnskóla og kenni
8. bekk en þar geri ég svolitl-
ar tilraunir með að nota leik-
list í kennslu og starfa með
kennurum. Það tengist hálfu
starfi við Kennaraháskóla Is-
lands þar sem ég kenni al-
menna kennslufræði, og
blanda hana leikrænni tján-
ingu, ásamtþvíaðéghefver-
ið með námskeið í leikrænni
tjáningu í kennslu.“ Þegar
Anna flutti frá Húsavík vildi
hún ekki slíta tengslin við
Bandalag íslenskra leikfélaga
og hélt áfram að sækja banda-
lagsþing. Þegar umræðan fór
af stað fyrir fimm árum um að
setja á stofn leiklistarskóla á
vegum bandalagsins var það
eitthvað fyrir áhugasvið
Önnu og svo fór að hún,
ásamt Gunnhildi og Sigríði,
var kosin í skólanefndina.
„Ég á mér ekki jafn langa
sögu og Anna þegar kemur
að leiklistinni," segir Gunn-
hildur. „Það eru ein 16 ár síð-
an ég datt fyrir tilviljun inn í
starf Leikfélags Mosfells-
sveitar og ég hef starfað með
því síðan við öll möguleg
störf. Annars er ég grunn-
skólakennari og nota þetta
áhugamál mitt mikið í kennsl-
unni þar sem ég leita gjarnan
í smiðju Önnu. Ég kenni líka
leiklist og framsögn sem val-
grein í 9. og 10. bekk.“ Sig-
ríður brosir þegar talið berst
að henni. „Ég nota leiklistina
ekki mikið við mína vinnu þar
sem ég er tanntæknir.“ Gunn-
hildur og Anna hlæja að
henni. „Mín saga í leiklistinni
er svipuð og Gunnhildar. Ég
gekk í Leikfélag Selfoss 1971
og hef gert allt í leikfélaginu,
frá því að mála og vera for-
maður. Ég fór að sækja
bandalagsþing sem formað-
ur leikfélagsins, ég sat lengi í
stjórn þess en í dag vinn ég
ekki mikið með leikfélaginu
mínu. Bandalagið hefur geng-
ið fyrir, ég er í varastjórn þess
og í skólanefndinni og starf-
ið þar tekur mikinn tíma.“
Skóli fyrir alla
Bandalag íslenskra leikfé-
laga hefur starfrækt leiklistar-
og tækninámskeið um margra
ára skeið og þegar skóla-
nefndin var kosin hafði verið
uppi umræða um það að
skipuleggja þessi námskeið
betur. Gunnhildur, Anna og
Sigríður voru skólanefndin
sem framkvæmdi. Þær
kynntu sér málin niður í kjöl-
inn, skoðuðu námskeiðin í
samhengi sem og það hvern-
ig endurmenntun er háttað.
Ut frá því byggðu þær upp
hugmyndir sem þær báru
undir bandalagsþing, félag-
arnir komu með tillögur og
þannig mótuðust hugmynd-
irnar smám saman um mark-
mið hvers námskeiðs fyrir sig.
Námskeiðin eru þannig upp
byggð að í þeim er ákveðinn
stígandi. Grunnámskeið eru
fyrir leikara, leikstjóra og
tæknifólk og upp frá því fram-
haldsnámskeið 1, framhalds-
námskeið 2 o.s.frv. „Við
ákváðum strax í upphafi að
byrja smátt og þróa námið
mjög hægt. Ekki taka neinar
kollsteypur," taka þær fram.
„Það var t.d. í fyrsta skipti í
fyrra sem náminu var skipt
niður og skólinn starfaði í júní
og ágúst. Námskeið fyrir leik-
ara og leikstjóra skal haldið í
júní og fyrir tæknimenn í
ágúst. Það verður undantekn-
ing frá þessu þetta árið.“ Þeg-
ar leiklistarskólinn fer af stað
í ágúst í ár verða áhugaverð
námskeið í gangi. Þar verður
„Tækni gamanleikarans“ sem
Vala Þórsdóttir kennir,
„Master Class“ sem Viðar
Eggertsson kennir og „Radd-
þjálfun, söngur og hreyfing“
sem Rósa Guðný Þórsdóttir
kennir ásamt Valdísi Jóns-
dóttur talmeinafræðingi.
Alltaf hefur gengið vel að fá
kennara á námskeiðin. „Við
viljum að það komi fram að
þáttur framkvæmdastjóra
bandalagsins, Vilborgar Val-
garðsdóttur, í skólastarfinu er
24
Vikan
Texti: Halla Bára Gestsdóttir M y n d : Gunnar Sverrisson