Vikan


Vikan - 08.08.2000, Page 58

Vikan - 08.08.2000, Page 58
Ég splundraði fjólskyldunni Nú til dags úegar skilnaðir eru daglegt brauð er eðlilegt að til verði alls kyns mis- munandi samsettar fjölskyldur með stiúp- mæðrum, sQúpfeðr- um, hálfsystkinum, sQúpsystkinum og skáfrændum og - frænkum. Þegar fúlk sem á börn fyrir giftist getur verið erfitt að búa til nýja fjölskyldu úr brotun- um. Þútt nýgiftu hjún- in séu ánægð er ekki víst að börnin sem fylgja beim séu bað líka. Mamma og pabbi skildu þegar ég var tíu ára og systur mínar fjögurra og tveggja ára. Skilnaðurinn var okkur öllum erfiður og ég átti mjög bágt lengi á eftir og saknaði pabba sem flutti í annað bæjarfélag. Mamma var ekki nema tutt- ugu og átta ára gömul þegar hún skildi og því eðlilegt að ætla að hún myndi ná sér í annan mann. Mig hryllti við þeirri tilhugsun og fór alltaf í alveg rosalegt fýlukast ef mamma fór út að skemmta sér, jafnvel þótt hún færi bara með vinkonum sínum, því ég var hrædd um að hún myndi finna sér annan mann. Eg get samt alls ekki kvart- að yfir mömmu því ég man ekki eftir því að hún hafi átt einn einasta kærasta fyrr en ég var sextán ára gömul. Stuttu eftir að ég lauk grunn- skóla kynntist hún Þorvaldi sem var átta árum eldri en hún og þá hófust vandræðin. Það var svo sem ekkert út á Þorvald að setja. Hann var þægilegur maður sem var góður við mömmu og okkur. Ég var aftur á móti algjörlega mótfallin því að mamma eignaðist kærasta og fannst hann vera að reyna að koma í stað pabba. En ekkert fær stöðvað ástfangið fólk og Þor- valdur varð sífellt stærri hluti af lífi okkar. Ég var mömmu mjög erfið og gerði uppreisn gegn henni og þessu nýja sambandi hennar á ýmsan hátt, t.d. með því að hóta að flytja að heiman, vera úti fram á nótt og rífast við hana um alla skapaða hluti. Ég sé það núna að ég var eiginlega alveg óþolandi ung- lingur og átti það til að taka alveg stórkostleg fýlu- og frekjuköst og hanga þá inni í herberginu mínu með hunds- haus í langan tíma. Nýr eiginmaður Ekki skánaði ástandi um það bil ári síðar þegar mamma tilkynnti mér að hún og Þorvaldur ætluðu að gift- ast og við ættum að flytja til hans í einbýlishúsið hans sem varíhinum endabæjarins. Ég var afar ósátt við öll þessi um- skipti, nýtt hús, nýtt hverfi, nýr skóli, nýir vinir og síðast en ekki síst nýr pabbi. Mömmu var nefnilega mikið í mun að við systurnar kölluð- um Þorvald pabba. Þorvaldur átti fjögur börn frá fyrra hjónabandi og tvö þeirra elstu bjuggu hjá honum. Mamma sá þessa sameiningu fyrir sér í hillingum og vildi líka ólm að börnin hans Þor- valds, strákur sem var átján ára og stelpa sem var sextán ára, kölluðu hana mömmu. Hún sveif um á einhverju rósrauðu skýi og talaði mik- ið um hvað það yrði gaman fyrir okkur systurnar að eign- ast nýjan bróður og systur. Hún virtist engan veginn skilja að það væri erfitt fyrir sautján ára táning að eignast nýja fjölskyldu allt í einu. En ekkert gat truflað ham- ingju mömmu og Þorvalds. Þau giftu sig stuttu seinna og við fluttum í stóra einbýlis- húsið. Börnin hans Þorvalds, Einar og Sara, virtust heldur ekki vera neitt sérlega ánægð með þetta nýja fjölskyldufyr- irkomulag og loftið var spennuþrungið. Skiljanlega var Sara ekki ánægð því hún þurfti nú að deila herberginu sínu með mér og Einar var bara venjulegur fýlupúki eins og ég sem hafði allt á horn- um sér. Afdrifaríkt partí Nokkrum mánuðum og fjölmörgum rifrildum síðar ákváðu mamma og Þorvald- ur að fara í síðbúna brúð- kaupsferð. Þau leigðu sér sumarbústað uppi í sveit og ætluðust til að við kæmum öll með og höguðum okkur eins og venjuleg fjölskylda. En við unglingarnir, þ.e.a.s. ég, Ein- ar og Sara, vorum ekki á þeim buxunum svo það endaði með því að mamma og Þor- valdur tóku bara systur mín- ar tvær með sér og skildu okk- ur ein eftir. Þótt okkur ung- lingunum kæmi ekki vel sam- an glöddumst við öll yfir því að hafa húsið út af fyrir okk- ur. Við nutum frelsisins, gláptum á sjónvarpið fram á nótt og borðuðum eintómt ruslfæði. Eftir þriggja daga frelsi stakk Sara upp á því að 58 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.