Vikan


Vikan - 17.10.2000, Page 27

Vikan - 17.10.2000, Page 27
hann greiddi skólagjöldin og 400dollaraámánuði. Þaðgerði hann með eftirsjá og eftir þó nokkurt tiltal af hálfu lögfræð- inganna var henni leyft að taka með sér þær gjafir sem hann hafði gefið henni meðan þau bjuggu saman. Wöndu var alveg sama hún vildi bara losna úr sambandinu en hún fann að eiginmaðurinn var síður en svo sáttur. Hún lét í Ijós bæði við lögfræðinga sína og vini að hún væri hrædd við fyrrverandi mann sinn og óttaðist hefndar- aðgerðir af hans hálfu. Skotin á bílastæði Margt bendir til þess að Lew hafi reynt að fá Wöndu til að snúa til sín aftur en hún var búin að fá alveg nóg. Hún skrif- aði til ættingja sinna í Póllandi að hún þyldi hann ekki lengur og vildi ekki vita af honum neins staðar nálægt sér. Líf hennar breyttist einnig til mikils batn- aðar við skilnaðinn. Hún tók íbúð á leigu í háskólahverfinu í Washington og hún kynntist pólskum innflytjendum sem héldu mikið saman í nýja land- inu. Þeirra á meðal var maður á svipuðum aldri og hún. Aug- Ijóst var öllum sem til þekktu að vel fór á með þeim tveimur en sambandið náði hinsvegarekki að þróast. Hinn 11. ágúst 1980 klukkan korter yfir tvö að degi til hringdi maður nokkur í neyð- arlínuna og tilkynnti um illa slasaða konu á bílastæði í ná- grenni háskólans. Lögreglu- mennirnir sem komu á staðinn hittu þarfyrir mann í miklu upp- námi. Hann benti þeim á unga konu sem lá í götunni með sár á hálsi. Það blæddi heiftarlega úr sárinu og maðurinn hafði gert árangurslausar tilraunir til að stöðva blæðinguna. Lögregluþjónarnir sáu fljótt að konan var í dauðadái og þeir fundu engan púls hjá henni. Sjúkraflutningamennirnir sem komu á staðinn voru ekki bjart- sýnir á að takast mætti að lífga hana við, enda sáu þeir að kon- an hafði verið skotin og þeir töldu líklegt að kúlan sæti föst í heila hennar. Maðurinn sem fann konuna var tryggingasölu- maður og rak fyrirtæki í húsinu við bílastæðið ásamt konu sinni. Hann gat gefið lögregl- unni þær upplýsingar að látna konan héti Wanda Touchstone og hefði rétt áður en hún var skotin verið inni á skrifstofu hans að gefa konu hans upp- lýsingar sem vantaði vegna bíla- tryggingar sem hún hugðist kaupa af þeim. Maðurinn hafði farið út á planið til að sækja skjöl í bílinn sinn ogsá þá smá- vaxna, Ijóshærða konu standa við bíl Wöndu. Hann starði á hana svolitla stund og konan horfði róleg í augu hans. Hann fór inn á skrifstofuna aftur og stuttu síðar gekk Wanda út og I átt að bíl sínum. Þá heyrðu þau hjónin hvelli sem hann héltfyrst að kæmu frá bíl. Kona hans var sannfærð um að þetta hefðu verið skot og þess vegna hljóp hann út á bílastæðið. Hann sá ekkert í fyrstu og sneri aftur inn á skrifstofuna en var varla kominn inn þegar tvær konur hrundu upp dyrun- um og báðu um að hringt yrði í neyðarlínuna því kona hefði ver- ið skotin úti á bílastæðinu. Maðurinn hringdi og hljóp síð- an út en þá var of seint að gera nokkuð til að hjálpa konunni sem lá á götunni. Önnur konan hafði séð bíl keyra burtu stuttu áður en þær fundu særðu kon- una og hún mundi bílnúmerið. Lögreglan komst fljótt að því að bílinn var bílaleigubíll sem leigður hafði verið Cynthiu Ma- hler. Bíllinn var af gerðinni Datsun 200 SX , rauður að lit og nú var lýst eftir bílnum og ökumanninum Ijóshærða. InnkaupafuIItrúi fyrirtækis í norðurhluta borgarinnar sat í bíl sínum fyrir utan vinnustað konu sinnar og var að bíða eftir að hún lyki vinnudeginum þegar hann stillti fyrir tilviljun á lög- reglurásina. Klukkan var fjórð- unggengin í fimm þennan sama dag. Hann heyrði lýs- inguna á bílnum og gapti nánast af undrun þegar hann sá eftirlýsta bílinn aka fram hjá. Hann hljóp inn á skrifstofu konu sinnar og hringdi í lögregl- una. Lýsingin á bílnum passaði í öllum smáat- riðum en konan sem ók sagði hann að hefði verið með sítt dökkt hár. Stuttu síðar fannst bíllinn yfirgefin I húsasundi ekki langt frá. Hin fíngerða, laglega Cynthia Mahler var leigð til að drepa Wöndu Touch- stone fyrir fyrrverandi eig- inrnann hennar. Hringir í lögregluna Dan Engle rannsóknarlög- reglumaður var yfir rannsókn- inni og honum fannst ekki blása byrlega. Hann fann því til mik- ils feginleika þegar einn þeirra lögreglumanna sem var á síma- vakt kom og sagði honum að Cynthia Mahler væri í síman- um að tilkynna stuld á bílnum sem hún hafði leigt kvöldið áður. Hann sagði að hún hefði sagst vera stödd á flugvellin- um og nú vissi lögreglan að hver mínúta var dýrmæt. Þeir fóru og sóttu stúlkuna sem hafði geng- ið frá leigusamningi Cynthiu kvöldið áður og óku með hana í loftköstum út á flugvöll. Stúlkunni tókst að þekkja Cynt- hiu Mahler í mannfjöldanum og hún var handtekin. Fljótlega komust lögreglumennirnir að því að Milos nokkur Panich hafði borgað flugfar fyrir Cynt- hiu til borgarinnar frá Napadal í Kaliforníu. Milos þessi var gift- ur dóttur Lew Touchstone. Lög- reglan var ekki lengur f vafa um hver hefði drepið Wöndu Touch- Dan Engle var rannsókn- arlögreglumaðurinn sem stjórnaði rannsókninni á morðinu á Wöndu Touch- stone. stone og hvers vegna. Cynthia Mahler hafði margoft komið við sögu lögreglunnar áðurvegna innbrota, þýfissölu, mannráns og fleira. Maður hennar var í fangelsi fyrir bankarán og vitað var að þau hjónin víluðu fátt fyrir sér. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir lögreglu tókst aldrei að sanna að Lew Touchstone hefði leigt Cynthiu Mahler til að drepa fyrrverandi konu sína. Lögreglan var þó aldrei í neinum vafa um að svo hefði verið. Cynthia játaði að Lew hefði lofað að greiða sér 3000 dollara og gefa sér ný- legan pallbíl ef hún dræpi konu hans. Orð stóð þó gegn orði því Lew neitaði öllum sakargiftum og dóttir hans og eiginmaður hennar neituðu einnig alfarið að hafa haft milligöngu um ráðn- ingu morðingjans laglega. Cynthia var dæmd í 25 ára fang- elsi og börnin hennar fimm eru því móðurlaus. LewTouchstone hefur hins vegar lifað í hálf- gerðri einangrun slðan morðið var framið. Þótt dómstólum tækist ekki að dæma hann gild- ir ekki það sama um almenn- ingsálitið. 27 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.