Vikan


Vikan - 17.10.2000, Side 52

Vikan - 17.10.2000, Side 52
Islendingar hafa löngum verið taldir hjátrúarfullir og opnir fyrir alls kyns yfirnátt- úrulegum fyrirbrigðum. Aldalöng einangrun og myrkur höfðu að sjálfsögðu sitt að segja hér áður fyrr og kyntu undir ótta manna við hið óþekkta. í dag er öldin önnur og okkar daglega líf litast ekki af ótta við álfa, drauga og huldufólk. Samt sem áður er áhuginn á alls kyns yfirskilvitlegum málefn- um gífurlegur og margir telja sig hafa orðið fyrir einhvers konar reynslu sem ekki verður skýrð með aðferðum eða rökum hefðbundinna vísinda. Ærsladraugar eða Polt- ergeist eins og þeir heita á þýsku eru fyrirbrigði sem talsvert hefurverið ritað um. Þeir hafa orðið mörgum ís- lenskum jafnt sem erlend- um rithöfunum yrkisefni og um þá hafa verið gerðar frægar samnefndar bíó- myndir. Einnig eru til marg- ar skrásettar frásagnir af meintum ærsladraugum hérlendis sem og erlendis. Dulsálartræðin tíl tijálpar Ærsladraugagangur eða firð- hræringar eins og fyrirbærið er líka kallað er ólíkt ýmiss konar öðrum dulrænum fyrirbrigðum að því leyti að það hefur verið rannsakað talsvert innan dulsál- arfræðinnará vísindalegan hátt. Þar hefur verið reynt að styðj- ast við náttúruvísindi eins og t.d. eðlisfræði til að komast að því hvort einfaldar jarðbundn- arskýringarséu á „draugagang- inum", t.d. hvortstóll hafi færst úr stað vegna jarðskjálfta en ekki vegna fyrrnefndra firðhrær- inga. En hver er munurinn á ,,venjulegum“ draugagangi og þeim látum sem ærsladraugar eru sagðir geta valdið? ,,Venjulegur“ draugagangur eða reimleikar eru yfirleitt bundnir við einhverja ákveðna staði, enda er oft talað um að það sé reimt á hinum eða þess- um staðnum. Þeir sem telja sig hafa orðið varir við reimleika tala yfirleitt um að þeir hafi skynjað eða séð svipi af fólki eða jafnvel dýrum. Alls kyns hljóð eins og mannsraddir, hvísl, fótatak, högg, brak og brestir og jafnvel kaldur gustur eru einnig algeng. Ærsladraugagangur er öðru- vísi að því leyti að hann virðist vera bundinn við einhverja ákveðna manneskju en ekki hús eða stað. Draugagangurinn á sér því stað nálægt þessari mann- eskju og kemur yfirleitt þannig Ærsladraugar eða Polt- ergeist eins og þeir kallast á þýsku eru fyrirbrigði sem talsvert hefur verið ritað um. Þeir hafa orðið mörgum íslenskum jafnt sem erlendum rithöfund- um yrkisefni og um þá hafa verið gerðar frægar samnefndar bíómyndir. 52 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.