Vikan


Vikan - 05.12.2000, Side 39

Vikan - 05.12.2000, Side 39
1827-1841 Ár upP byggingar. Sveinki þriðji vekur nær gjaldþrota leikfangaverk- smiðjuna úr dvala og gerir son sinn að forstjóra hennar. Til að hreinsa nafn Sveinkadóts og bæta fyrir að verksmiðjan er ekki í alfaraleið er ákveðið að fara út í stærstu auglýsingaher- ferð sem nokkurn tíma hefur verið gerð. Öll jól ætlar Sveinki fjórði að fljúga á sleðanum sín- um um allan heiminn og útbýta jólagjöfum til allra barna. Þetta slær algjörlega í gegn en verð- ur mjög dýrt. 1837 Sveinki þriðji deyr. 1851 Á meðan herferðin stendur yfir hlaðast verkefnin upp og álfarnir eru beðnir um að vinna lengri vinnutíma og fyr- ir lægri laun. Þeir kvarta en Sveinki lofar að gera allt sem hann getur til að hjálpa þeim. Sem merki um samstöðu geng- ur hann að eiga konu úr hópi álfanna. Þetta styrkir samband álfanna við fjölskyldu Sveinka. 1856 Sveinki fimmti fæð- ist. Af því tilefni ákveður Sveinki fjórði að vera heima hjá sér og stingur upp á því að stór- markaðir og búðaklasar notist við staðgengla hans. Það er gert og heppnast svo vel að hann ákveður að svona verði þetta héðan í frá. 1857-1867 Sveinki fimmti vex úr grasi og eyðir mestöllum tíma sínum í að heimsækja vini sína og ætt- ingja, álfana. Sveinki fjórði, sem notar mestallan tfma sinn til að byggja upp fyrirtækið, virðist sáttur við það, öllu held- ur lítur hann á það sem góða kynningarstarfsemi. 1871 Vinnuálagið eykst til muna hjá álfunum og þeir reyna að sannfæra Sveinka fimmta um aðtaka ráðin af föðursínum og koma stjórninni aftur í hend- ur álfanna. 1872 Sveinki fimmti ræn- ir föður sinn völdum og dæmir hann í ævilangt stofufangelsi í vesturálmu kastalans. 1875 Sveinki fimmti les bækur Karls Marx og ákveður að kommúnismi verði innleiddur á Norðurpólnum. Nokkrir álfar mótmæla en þaggað er endan- lega niður í þeim. (Vegna kommúnismans var litnum á jólasveinafötunum breytt úr drapplitu yfir í rautt.) 1881 Sveinki fjórði deyr, enn í varðhaldi, um svipað leyti og nýja stjórnin fær byr undir báða vængi. Jarðarförin er lát- laus. 1887 Til að halda í við mikla fólksfjölgun í heiminum er Sveinkadóti, þar sem hing- að til allt hefur verið handunn- ið, breytt í iðnaðarverksmiðju. Álfarnir framleiða nú grfðarlegt magn leikfanga á færibandi. 1893 Annað stökkbreytt hreindýr fæðist og er gef ið nafn- ið Rúdolf annar í heiðursskyni við þann fyrsta sem kommún- istastjórnin Iftur á sem þann sem kom stjórninni f hendur álf- anna. 1900 Sigmund Freud sendir frá sér bók um túlkun drauma. 1902 Snæfinnur snjókarl fer að sjást við ýmis tilefni eft- ir að hafa verið álitinn dauður í mörg ár. Um allt konungsríkið segja börn að hann hafi sagst ætla að koma aftur einhvern daginn. 1906 Sveinki sjötti fæðist. Sveinkafjölskyldan fagnar en álfarnir láta sér fátt um finn- ast. 1909-1922 Leikföng- in frá Norðurpólnum, sem er dreift árlega, bera merki áróð- urs. Snæfinnur snjókarl heldur áfram að sjást reglulega og Sveinki fimmti finnur fyrir ör- yggisleysi og mikilli hræðslu við undirróðursstarfsemi. 1925 Sveinki fimmti deyrá dularfullan hátt. Hann finnst helfrostinn, grafinn í snjóskafli í kastalagarðinum. Margir halda að Snæfinnursnjókarl hafi myrt hann en enginn getur sannað það. 1926 Sveinki sjötti tekur við og herðir um leið allar örygg- isreglur. Hann stjórnar með harðri hendi en þykir réttlátur. Rafmagn heldur innreið sína í kastalann og þorpið og Ijósastaurar lýsa upp göturnar. Sveinkadót þenst út og leik- föngin halda áfram að vera áróð- urstæki fyrir heiminn. 1929 Grepparnir (The Grinch) reiðast yfir því að Sveinki hefur gert jólin að sölu- vöru. Þeir tala um hinn eina sanna jólaanda og að hið verald- lega eigi ekki að yfirskyggja há- tíðina. Honum mistekst og í hefndarskyni lætur Sveinki síð- ar gera teiknimynd sem sýnir Greppana sem hrein varmenni. 1949 Sveinki sjöundi fæð- ist. 1979 Sveinki sjötti deyr af eðlilegum orsökum. 1933-1990 Stöðug- leiki ríkir á Norðurpólnum þar sem alltgengur lipurlega fyrirsig. Um hinn vest- ræna heim fer ákveð- ið ferli að myndast. Börnin fá leikföng frá Sveinka um hver jól en um leið og þau eld- ast fara foreldr- arnir að fleygja leikföngunum og Ijúga að börnum sínum að það sé enginn jólasveinn ti Þegarsvo börnin verða fullorðin ogeignasteigin börn verða þau hissa þegar þau komast að því að jóla- sveinninn er til í al- vörunni en þá eru þau orð- in of gömul til að átta sigá sam- særinu og lygaáróðurinn held- ur áfram, mann fram af manni. 1997 Anti-Sveinki finnst með hjálp ratsjárog kemur í Ijós að hann býr í fylgsni neðanjarð- ar hjá dvergunum á Suðurpóln- um. 2000 Kvikmynd um Grepp- ana frumsýnd, gerð að undirlagi Sveinka sem hefur ekki enn gleymt tilraun Greppana til að ógna veldi Sveinkanna fyrir 71 ári. Jim Carey leikur aðalhlut- verkið í myndinni. 2002 Kommúnisminn fell- urá Norðurpólnum. Sveinki sjö- undi flýgur réttsælis í kringum jörðina í jólagjafaleiðangri sín- um og lendir í árekstri við Anti- Sveinka sem flaug rangsælis. Mikil sprenging kveður við, blindandi Ijóssjástá himni sem fær vísinda- menn ivemxi Anti-Sveinki hafi tortímt hvor öðrum. 1991 Fyrstu merki um Anti-Sveinka koma í Ijós. 1993 Fylgst er með Anti- Sveinka í gegnum sjónauka og hann Ijósmyndaður. Föt hans eru einsog Sveinka nema rauða og hvíta litnum hefur veriðsnú- ið við. Föt hans eru hvít með rauðum leggingum. Hann ber stærðarinnar poka á bakinu, fullan af gjöfum sem engan langar í eða hefur þörf fyrir. ( stað þess að nota hreindýr flýg- ur hann í baðkari sem átta fljúg- andi kýr draga. 2007 Jafnaðarstefna verð- urallsráðandi á Norðurpólnum. Álfarnir eru við stjórnvölinn. Jól- in eru ekki lengur söluvara eða nýtt í hagnaðarskyni. Hamingj- an heldur innreið sfna í kon- ungsríkið. 2011 í Ijós kemur að Sveinki sjöundi lét ekki lífið í sprengingunni heldur lét Ifta svo út. Hann fórtil Bahamaeyja eftir sviðsetningu slyssins og settist þar að. Hann finnst lát- inn úr hjartaáfalli í japönskum nuddpotti í félagsskap 30 þokkadísa. Vikan 39

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.