Vikan


Vikan - 05.12.2000, Qupperneq 61

Vikan - 05.12.2000, Qupperneq 61
/ áJP Ur School Ties þar sem Brendan lék mjög dramatískt hlutverk en hann hefur einnig sýnt og sannað hæfni sína til karakterleiks meðal annars í myndinni Gods and Monsters. leikið væri fyrir hvíta tjaldið." Þrátt fyrir þetta lítillæti tókst Brendan að vinna mikinn leik- sigur í myndinni. Valdí að leika furðufugla Fljótlega eftir að School Ties kom út fékk Brendan hlutverk í myndinni The Encino Man. Sú mynd fjallar um hellisbúa sem geymst hefur í frosti í nokkur þúsund ár. Tveir unglingargrafa hann upp og þegar maðurinn þiðnar koma ýmis skondin atvik fyrir. „Ég var ekki nema 23 ára þegar ég lék í Encino Man,“ segir Brendan. „Ég viðurkenni að ég var meira að hugsa um að eiga fyrirsalti í grautinn þeg- ar ég samþykkti að leika í mynd- inni en starfsframann. Engu að síður sé ég ekki eftir neinu því allir leikarar sem ég hef aðdá- un á hafa leikið mjög mismun- andi og ólík hlutverk á ferli sín- um.“ Þetta viðhorf hans hefur vafa- laust einnig ráðið þó nokkru um að hann kaus að leika í George of the Jungle en hugmyndin að þeirri mynd er teiknimyndaser- ía eftir Jay Ward sem var vin- sæl í Bandaríkjunum á sjöunda áratugnum. Myndin var fyrst og fremst hugsuð sem unglinga- mynd en leikur Brendans var svo lágstemmdur og góður að fullorðnir höfðu einnig gaman af myndinni og hún er meðal vinsælustu fjölskyldumynda á vídeóleigum vestra um þessar mundir. Næst kom Dudley Do- Right sem sömuleiðis er byggð á teiknimyndaseríu eftir Jay Ward. Þeir leikur hann kanadískan lögreglumann „Mountie" og segist Fraserekki hafa getað sleppt þessu tæki- færi til að klæðast búningnum vestanhafs í opna skjöldu með yfirgripsmikilli þekkingu sinni. Hann safnar Poloroid mynda- vélum og hefur mjög gaman af að taka listrænar svart-hvítar Ijósmyndir. Brendan hefur ver- ið kvæntur Afton Smith Fraser í tvö ár. Þau hittust þannig að hundur Afton gekk að Brendan því afi hans var „Mountie" og hetjusögur af honum eru vel þekktar í fjölskyldunni. Þrátt fyrir að Brendan Fraser sé fullkomlega tilbúinn til að leika nautheimskar persónur á hvíta tjaldinu er hann í raun og veru mjög vel gefinn ungur maður. Hann er mjög vel les- inn og hefur oft komið viðmæl- endum sínum í spjallþáttum í boði og fór að þefa af fótleggj- um hans. Afton gerði sitt besta til að aga þennan ókurteisa rakka en Brendan leist vel á eig- andann og var alveg tilbúinn að fyrirgefa hundinum frekjuna. Fjölbreyini uiðheldur áhuganum Bandaríska pressan kallar Afton gjarnan fyrrum leikkonu en Brendan segir að það sé ein- faldlega ekki rétt. Afton hafi yf- irgripsmikla þekkingu á leikara- starfinu og þótt hún kjósi að starfa ekki við leiklist í augna- blikinu sé alls ekki þar með sagt að hún muni ekki einhvern tíma snúa sér að því aftur. Hann seg- ir einnig að kona sín hafi hug á að framleiða sjálf kvikmyndir og sjónvarpsefni. „Við erum ekkert að skipta okkuraf störfum hvort annars," segir hann. „Við reynum þó að veita hvort öðru stuðning í þvf sem við tökum okkur fyrir hend- ur. Enn erum við ung og allur tíminn fer í að koma sér fyrir og þróa sambandið. Ég er hins vegar sannfærður um að kona mín mun í framtíðinni koma mér skemmtilega á óvart með þeim frábæru störfum sem hún kemur til með að kjósa að vinna." Sjálfur heldur Brendan áfram að velja ákaflega ólíkar kvik- myndir að vinna að og segir að það sé með vilja gert því það viðhaldi áhuga hans á starfinu. Vinsældir nýjustu myndar hans benda til þess að hann hafi val- ið rétt og engin ástæða er til að ætla að áhugi almennings á honum muni minnka neitt á næstunni. Brendan Fraser í klóm aðlaðandi djöfuls. George í frumskóginum steig ekki í vitið en átti til að stíga í og detta ofan í ýmislegt annað. í erfiðri aðstöðu í myndinni Múmían (The Mummy). Vikan 61
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.