Menntamál - 01.03.1935, Qupperneq 7
MENNTAMÁL
5
Eru þeir ekki nokkuð margir, feðurnir, sem telja það
aðalskyldu sína í uppeldisstarfinu, að kúga börn sín
til hlýðni?*) Og er það ekki dálítið algengt, að ætlast
til liins sama af kennurum? Eitt sinn, fyrir ekki
löngu, hlýddi eg á ræðu nokkurra manna um skólamál.
Einn þeirra skýrði frá því með mikilli vandlætingu, að
þau hýsn hefðu skeð i skóla, að tveir nemendur höfðu
sagt við kennarann um einhver atriði, sem þeim liafði
verið skipað að læra, að þetta vildu þeir alls ekki læra,
því að það væri þeim með öllu ógagnlegt. Annar mað-
ur viðstaddur tók undir og sagði, að þá væri nú skörin
farin að færast upp í bekkinn, ef kennarar þvrftu að
spyrja nemendur ráða um það, hvað læra skyldi. Báðir
þessir menn eru mikilsmetnir og allmikið tillit til þeirra
tekið.
Þetta dæmi bregður upp skýrri mynd. Að áliti þessara
manna á kennarinn að sitja í einskonar básæti, einráð-
ur og óskeikull, en rökræður svo gersamlega útilokaðar,
að honum er ekki einu sinni skylt að gera nemendun-
um skiljanlegan tilgang námsins. Og þess liáttar skóla-
bragur mun hafa verið algengur til skamms tíma, eða
á þeim árum, þegar þeir menn voru i skóla, sem nú eru
fulltíða, hvað sem segja má um skólana nú á dögum,
að þessu leyti. En það segir sig sjálft, a. m. k. fyrir þá,
sem einhverja þekkingu hafa á sáiarfræði, að þvílíkar
uppeldisaðferðir eru ekki vel til þess fallnar, að hyggja
upp meðal almennings þann anda gagnrýni og samvinnu,
sem lýðræðinu er nauðsynlegur. Það sýnist því ekki þurfa
að vera mælikvarði á sjálft manneðlið og möguleika
þess, þótt allmikill liluti af núverandi kjósendum lýð-
ræðislandanna sé ósjálfstæður og umkomulaus i andleg-
um efnum. Ekki sízt þegar ofan á einstrengingslegt upp-
*) Þessi ummæli ber ekki að skilja á þá leið, að eg telji, að
börn eigi ekki að hlýða. En meira um það siðar.