Menntamál - 01.03.1935, Síða 8
MENNTAMÁI*
6
eldi liælisl avinnuleysi, sultur, hernaður og margskonar
hörmungar, sem af því leiðir.
Hafi einræðisandinn verið áberandi i uppeldisháttum
fram til þessa, þá Iiefir andi samkeppninnar ekki verið
það siður. Ekki er nóg með það, að alið hafi verið á
hverskonar metingi og hégómaskap í skólunum, með
daglegum einkunnagjöfum o. fl. þ. h., heldur hefir með
skipulagi skólastarfsins víða verið beinlínis komið i veg
fyrir alla samvinnu og samhjálparmöguleika meðal nem-
enda. Þessu þarf ekki að lýsa. Það eru óaðskiljanleg ein-
kenni yfirheyrzlufyrirkomulagsins gamla. Glöggt dæmi
þess, að sá hugsunarháttur, sem að baki þessu fyrirkomu-
lagi stóð, er ekki með öllu úr sögunni enn, er það, að
nýlega var kennari hér á landi opinherlega borinn stór-
orðum sakargiftum, og reyndist eitt aðal-sakarefnið vera
það, að hann hafði látið börn sitja allmörg saman við
borð, i stað eins eða tveggja, en það átti aftur að leiða
til agaleysis, þar sem hörnunum með þvi móti gæfizt
kostur á að lalast við og hjálpast að við námið! Hvílik
óhæfa!
II.
Allt siðafar er fólgið í kerfi af reglum, og kjarna alls
siðferðis er að finna í virðingunni, sem einstaklingur-
inn ber fyrir þessum reglum. Um þetta virðast allir sam-
mála, jafnvel þeir, sem að öðru leyti taka málið frá hin-
um ólíkustu sjónarmiðum. Má þar til nefna heimspek-
inginn Ivant, félagsfræðinginn E. Durkheim og sálarfræð-
inginn Pierre Bovet. En skoðanir skiptast, þegar til þess
kemur að gera grein fyrir því, hvernig hugur mannanna
lærir að virða þessar reglur. Rannsóknir síðustu ára á
sálarlífi barna hafa varpað nýju ljósi yfir málið, eink-
um rannsóknir Jean Piaget*), eins hins frægasta barna-
*) Jean Piaget: Le Jugement morale de L,Enfant, 1932. Sama
ár á ensku: The moral Judgment of the Child.