Menntamál - 01.03.1935, Page 9
MENNTAMÁL
7
sálarfræðings, sem nú er uppi. Rannsókn Piagets er í
þremur aðalþáttum:
1) Leikjareglur barna.
2) Mat barnanna á ýmiskonar afbrotum, s. s. þjófn-
aði, lvgum, skemmdarverkum o. s. frv.
3) Þróun réttlætistilfinningar hjá börnum.
Leikjareglur bamanna bera a. m. k. þau einkcnni siða-
fars, að virðing er borin fyrir þeim. Vegna þessarar virð-
ingar ganga reglur leiksins, likt og siðalög liinna full-
orðnu, að erfðum frá kynslóð til kynslóðar, með þeim
breytingum, sem stærstu börnin gera á þeim smátt og
smátt.
Piaget leitast við að svara þessum tveimur spurning-
um: Hvernig laða börnin sig eftir leikreglunum, þ. e.
hvernig fara þau eftir þeim á hverju aldurs- og þroska-
skeiði? Að hve miklu leyti verða þau sér meðvitandi
um reglurnar, m. ö. o. hverskonar skyldutilfinningum
blása reglurnar þeim i brjóst? Niðurstöðurnar eru í stuttu
máli þessar: Fyrstu leikir barnsins fylgja engum regl-
um, sem nokkuð eru tengdar við siðgæði. Leikir barns-
ins verða að vísu reglubundnir strax á fyrsta ári en þá
er aðeins um að ræða svonefndar hreyfireglur, þ. e. a. s.
ákveðin hreyfingakerfi, sem endurtaka sig hvað eftir
annað og verða að vana, án þess að utanaðkomandi
fræðsla komi til. Siðgæðisþátturinn kemur þá fyrst til
sögunnar, þegar barnið tekur sér til fyrirmyndar leiki
annarra barna, sem lilíta ákveðnum reglum. Börnin kom-
ast fyrst á þetta stig tveggja til fimm ára gömul. En
þótt börnin séu byrjuð að talca sér leiki annarra til fyrir-
myndar, þá halda þau enn lengi áfram að fara sinu fram,
að mestu leyti. Jafnvel þótt þau leiki sér með öðrum
og þykist taka þátt i leik þeirra, þá skilja þau ekki meg-
inreglurnar í leiknum. Hugsa t. d. ekkert um að vinna
í kappleikjum og taka yfirleitt mjög litið tillit til þess,
hvernig hin fara að í einstökum atriðum.