Menntamál


Menntamál - 01.03.1935, Side 12

Menntamál - 01.03.1935, Side 12
10 MENNTAMÁL artilfinning. Dæmi um hlutræna ábyrgöartilfinningu er það, að telja syndsamlegra að brjóta 15 bolla óviljandi en einn af ásettu ráði, og ljótara að selja stóran blek- blett í dúkinn, enda þótt tilgangurinn bafi verið sá, að hjálpa pabba til að hella í blekbyttuna, heldur en lít- inn blett vegna hirðuleysis. Piaget rannsakaði i þessu sambandi skoðanir barnanna á ýmiskonar skemmdar- verkum og þjófnaði, og komst að raun um tvö gagnstæð siðgæðisviðhorf, annað, sem metur athafnir einungis eftir efnislegum afleiðingum þeirra, og hitt, er tekur tilgang- inn með í reikninginn. Þetta tvennskonar siðaviðhorf finnst hjá börnum á sama aldri og jafnvel hjá sama barninu. En í stórum dráttum er þróunin þó augljós, þannig, að eftir því sem börnin eldasl, verður blutræn ábyrgðartilfinning i sinni frumstæðustu mynd fágætari. Rannsóknir Piaget leiddu það ennfremur í ljós, að or- sakirnar til hins hlutræna ábyrgðarmats barnanna, sem og réttlínuhyggjunnnar yfirleitt, er að leita í áhrifum fullorðna fólksins á börnin. Fullorðna fólkið gefur fyrir- skipanir, ýmist í orðum (ekki að stela, ekki að brjóta eða skemma o. s. frv.), eða í verki (reiði og refsing), en hvort sem farið er eftir þessum skipunum eða ekki, þá skapa þær slcyldutilfinningu hjá börnunum og hug- myndina um bannaðar atliafnir, sem enginn skilningur eða innri þörf stendur á bak við. Allra skýrast kom réttlínuhyggjan fram hjá börnun- um í sambandi við dóma þeirra um lygar. Yngri börn og óþroskaðri telja jafn saknæmt að segja ósatt, hvort sem það er gert viljandi eða óviljandi, en meta sektina aðallega eftir því, hvað langt er vikið frá sannleikanum. Það er t. d. miklu ljótara að segja græskulausar ýkju- sögur í stíl Bjarna á Leiti, en að ljúga sig á sennilegan hátt út úr klípu eða skrökva þvi, að maður hafi fengið góða einkunn i skólanum, til þess að fá laun fyrir hjá

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.