Menntamál


Menntamál - 01.03.1935, Side 22

Menntamál - 01.03.1935, Side 22
20 MENNTAMAL í livern hátt á aí velja nemendur í æðri skóla? Þessari þýðingarmiklu spurningu hefir ritstj. Mennta- mála beðið nokkra skólamenn að svara lil birtingar í Menntamálum. Það eru þeir menn, sem nánust kynni hafa af þessum málum, vegna samstarfs milli skólanna, er þeir veila forstöðu. Þessir menn eru: Dr. Alexander Jóhannesson, rektor Háskólans, Ásgeir Ásgeirsson, fræðslumálastjóri, Freysteinn Gunnarsson, skólastjóri Kennaraskólans, Pálmi Hannesson, rektor Menntaskól- ans í Reykjavík, Sigurður Jónsson, skólastjóri Miðba'j- arskólans i Rvík, Sigurður Thorlacius, skólastjóri Aust- urbæjarskólans í Rvík, Sigurður Guðmundsson, skóla- meistari á Akurevri og Snorri Sigfússon, skólastjóri á Akureyri. Þau svör, sem komin voru 8. febr., eru hirt hér: Svar dr. Alexamler Jóhannessonar, rektors Háskólans. Mér finnst ekki auðvelt aÖ svara spurningu yÖar: „Á hvern hátt á að velja nemendur í æðri skóla?“ Eg er þeirrar skoð- unar, að oll b'órn þjóðfélagsins eigi að hafa jafnan aðgang að öllmn skólum landsins, og álít því skyldu þings og stjórnar, að greiða eftir megni fyrir því, að svo geti orðið. Sú hefir og orðið raunin á hér á landi, og standa íslendingar að því leyti miklu framar en margar aðrar þjóðir. Að minnsta kosti er svo um háskólanám. Nú tel eg auðvelt íyrir duglegan stúd- ent að ljúka embættisprófi hér við háskólann á 4—6 árum. án þess að hafa verulegar skuldir að námi loknu. Stúdentar. sem fá Garðvist hér, geta komizt af með ca. 1000—1200 kr á ári (miðað við 8 mán.) og geta unnið sér inn sumarmán- uðina nokkurn hluta þessarar upphæðar og njóta auk þess

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.