Menntamál


Menntamál - 01.03.1935, Page 26

Menntamál - 01.03.1935, Page 26
24 MENNTAMÁI> kunni svo vel námsefni það, sem heimtað er til inntöku, að hann sé líklegur til að geta fylgzt með og haft gagn af nám- inu. Auk þess mætti hafa gáfna eða þroskapróf, til þess að mynda sér einhverja skoðun á því, hvort nemandanum muni hollt eða heillavænlegt að leggja út á þá löngu og erfiðu leið, sem skólinn er upphaf að. En með slík próf er vandfarið. Það mun sannast þar sem annars staðar, að það er vandséður reka- búturinn. Freysteinn Gunnarsson. Svar Pálma Hannesssonar, rektors Menntaskólans 1 Reykjavík. Herra ritstjóri. Það er ekki mitt meðfæri, að svara spurningu yðar til nokk- urrar hlítar. Ber margt til þess, en þó einkum það, að efnið, sem hún fjallar um, er að miklu leyti órannsakað, og meðan rannsóknirnar vantar, er ekki unnt að gefa svar, sem gagn sé að. Eg vil þó ekki með öllu bregðast undan ósk yðar, en bið lesendurna að virða vel það, sem ábótavant er. Þegar velja á nemendur í æðri skóla, tel eg eigi aðra leið betri en inntökupróf. Það skal að vísu játað, að margt má að prófunum finna, og jafnvel meira að inntökuprófunum en öðr- um, en hitt er jafnvíst, að flestir þeir, sem annað hafa reynt, hafa orðið fyrir vonhrigðum, og þeir liafa tekið prófin upp aftur, margir hverjir. En próf og próf getur verið sitt hvað, og það, sem að prófunum hefir mest verið fundið, er einmitt það, að þau væru of einhliða, að þau þaulreyndu kunnáttu nemendanna í fáeinum þekkingaratriðum, en segðu ekki til um hitt, að hverju barninu gagnið yrði síðar, hvorki í þeim skóla, sem þau voru tekin í, né í hinum æðsta skóla, lífinu sjálfu. — Þetta er vafa- laust rétt, en það nægir ekki sem ástæða til að varpa burtu prófunum, heldur aðeins til að breyta þeim, þannig að þau sýni ekki aðeins kunnáttu nemendanna, heldur og næmi þeirra, athyglisgáfu og almennan þroska. í þetta horf er verið að

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.