Menntamál - 01.03.1935, Síða 35
MENNTAMÁX,
33
Ekki vegna þess, aS öllum sé svo bráÖnauðsynlegt aÖ reikna
rétt, heldur vegna þess, aÖ þeim er nauÖsynlegt aÖ hugsa rétt.
En eg þekki enga námsgrein, sem þjálfar betur í því. Hafi
unglingur fengiÖ góÖa undirbúningsmenntun i stæröfræði og
íslenzkri málfræÖi, geri eg ráÖ fyrir, að þar meÖ hafi verið
lagÖur sá grundvöllur, sem ábyggilegastur sé undir hvaÖa fram-
haldsnám, sem vera skal. Að því er stærðfræðinámið snertir,
kennir oft sama misskilnings hjá almenningi eins og viÖvíkj-
andi málanáminu. Unglingar og aÖstandendur þeirra telja það
aðalatriðiÖ, að yfirferðin sé sem mest, en ekki hitt, að grund-
völlurinn sé sem traustastur, og eins er mest um það hugsað,
að grautað sé í sem flestum erlendum málum, án þess aÖ fyrsta
og helzta skilyrðið sé fyrir hendi tii þess að það nám korai
að notum, sem sé móðurmálsþekkingin. Þenna. misskilning þarf
að kveða niður.
Eg geri ráð fyrir því, að ríkið sjái svo um, að val nemenda
í æðri skólana verði ekki liáð efnalegum aðstœðum. Það er
ríkinu hagur, að koma sér upp nýtum og færum starfsmönn-
um, þótt það verði að öllu leyti að kosta þá til náms. En hitt
er því margfaldur skaði, að róa fyrst um fjölda ára að meira
eða minna leyti undir ómögulegum nemendum, til þess að gera
þá að ómögulegum starfsmönnum.
Sig. Jónsson.
Svar Sigurðar Thorlacius,
skólastjóra Austurbæjarskólans í Reykjavík.
Heiðraði ritstjóri Menntamála.
Eg vil ekki skorast undan þvi, að svara fyrirspurn þinni, enda
þótt mér sé ljóst, að um tæmandi úrlausn getur ekki orðið að
ræða, allra sízt í svo stuttu máli, sem hér er ætlað rúm fyrir.
í spurningunni felst mjög mikið vandamál skóla og þjóðfé-
lags. Val nemenda í æðri skóla (eg ræði aðeins um mennta-
skóla og háskóla) hefir áhrif í ýmsar áttir, en einkum þrenns
konar: Það hefir áhrif á starf barnaskólanna, sem beint eða
3