Menntamál - 01.03.1935, Page 39
MENNTAMÁX
37
göngu eftir gáfnaprófum. Próf þessi tóku einkum til athygli,
minnis, dómgreindar, athugunargáfu og hæfileikans til að finna
heild út úr sundurlausum pörtum.*)
1918 var gerð tilraun í Hamborg til aÖ velja úr gáfuðustu
nemendur í 5. bekk barnaskólanna (10 ára) og kenna þeim sér.
Voru valdir 990 úr 20 þúsundum. Fyrst mæltu kennararnir með
1355 nemendum, en því næst var sálfræðilega rannsóknarstof-
an í Hamborg, undir forustu William Stern, fengin til þess að
annast úrslitavalið. Sálfræðingarnir bjuggu til 8 hæfileikapróf,
sem lögð voru fyrir þessa 1355 nemendur. Að því loknu var
aftur leitað umsagnar kennaranna, og fullnaðarúrskurðurinn svo
byggður á þessum upplýsingum öllum.**)
Aðrar borgir, s. s. Göttingen, Leipzig og Hannover, hafa
gert tilraunir í sömu átt. í Austurríki var tilraunin viðtækust.
Þar var valið ekki bundið við einn skóla eða eina borg, heldur
allt landið. Á dögum lýðræðisins þar i landi, úrskurðaði kennslu-
málaráðherrann, að val nemenda í æðri skóla skyldi fara eftir:
1) Athugun á nemendunum meðan þeir væru i barnaskólum.
2) Inntökuprófum, sem næðu ekki einungis til lærdóms, held-
ur væru umfram allt miðuð við það, að skera úr um
hæfileika nemendanna.
í Genf var fyrir nokkrum árum stofnaður sjóður til styrkt-
ar afburða-æskumönnum, og voru sálarfræðingar Rousseau-
stofnunarinnar fengnir til að aðstoða við val þeirra, sem styrk-
inn skyldu hljóta, samskonar starfsemi hefir verið hafin i
Belgíu.***)
í Englandi hafa nemendur á siðari árum verið valdir í æðri
skóla aðallega eftir prófum í móðurmáli og reikningi, en sum-
*) Bamvns: Fonds des Mieux doués, Bruxelles, Dewitt, 1922. Sjá
einnig Valentiner: Zur Auslese f. die höherén Schulen, og Ed. Claparéde:
Comment diagnostiqucr les aptitudes chez les écoliers.
**) Peter und Stern : Die Auslese befáhigter Volkschiiler in Ham-
burg.
***) Moede und Piorkowski: Die Berliner Begabtenschulen, ihre
Organisation und die Methoden der Schulerauswahl.