Menntamál - 01.03.1935, Side 56
54
MENNTAMÁl*
skeiÖum ýmsum, vetur, vor og sumar, t. d. í garðyrkju, smíð-
um, matreiðslu og handavinnu ýmiskonar. Með þetta fyrir aug-
um eru teikningarnar af skólahúsunum svo gerðar.
Tillögur Aðalsteins vöktu mikla athygli. Fékk hann fyrir-
spurnir um þessi efni úr mörgum héruðum og varð ráðunaut-
ur um ýmsar skólabyggingar. Hefir hann nú tekið við stjórn
eins heimavistarskóla, til þess að koma tillögum sínum í fram-
kvæmd, — en það er að Reykjanesi í fsafjarðarsýslu.
Fræðslumálastjórnin hefir
falið honum, jafnframt starf-
inu við skólann, að undirbúa
tillögur um starfshætti sveita-
skólanna. Vegna þessa starfs
hefir hann samband við aðra
heimavistarskóla á landinu og
skilar tillögum sínum væntan-
lega í vor. — Aðalsteinn er
líklegur til að geta lagt margt
gagnlegt og skynsamlegt til
málanna á þessum sviðum.
Hann er áhugasamur og ósér-
hlífinn starfsmaður og sí-
hugsandi um þessi mál. Auk
þess hefir hann all-langa
reynslu sem ágætur kennari,
og hefir farið tvær ferðir til
nágrannaþjóðanna, til þess að
kynnast starfsháttum þeirra.
Seinni för sina fór hann síðastliðinn vetur. í þeirri ferð sinni
um Danmörku og Skandinavíu vann hann einnig að undir-
búningi skólasýningar þeirrar, sem haldin var hér í Reykja-
vík síðastliðið sumar. Verður sagt frá þeirri sýningu nánar
hér í ritinu. En þess má geta hér, að sú sýning mun hafa
meiri og víðtækari áhrif á skólakerfi landsins og starfshætti
skólanna, en flesta hefir grunað í upphafi.