Menntamál


Menntamál - 01.03.1935, Page 57

Menntamál - 01.03.1935, Page 57
MENNTAMÁL 55 Heimavistarskólinn í Reykjanesi. Skólarnir að Strönd á Rangárvöllum og Reykjanesi við ísa- fjarðardjúp, eru algjörlega byggðir samkvæmt tillögum Aðal- steins. Er skólinn að Reykjanesi hið bezta búinn að áhöldum öllum, líklega betur en flestir eða allir heimavistarskólar lands- ins. Hafa Djúpmenn, sem að skólanum standa, sýnt hinn mesta skilning á skólastarfsemi þessari og leyft skólastjóranum að afla áhalda og tækja eftir fullkomnustu þörfum. Hefir skól- inn nú tvö eintök af öllum venjulegum landabréfum og jarð- líkan, sömuleiðis náttúrufræðimyndir, mælikvarða, teninga o. f 1., vandað orgel, 3 hefilbekki í smíðastofu, 6 sett smíðaáhöld, vefn- aðarramma, bókbandsáhöld, nokkur eðlisfræðitæki, sem bætt er við í skólanum, o. fl. hluti og áhöld til handavinnu. Á Reykjanesi hefir um alllangt skeið verið sundkennsla; jarð- hiti er þar nægur. Hefir sundlaug verið byggð þar í samein- ingu af sýslunni og ísafjarðarkaupstað. Skólinn hefir not af sundlauginni. Þórir Baldvinsson, teiknimeistari, sem teiknað hefir skólann, hefir skrifað eftirfarandi lýsingu, er fylgir myndunum: „Myndirnar eru af barnaskólanum á Reykjanesi við ísafjarð- ardjúp, sem reistur var á síðastliðnu sumri, heimavistarskóla

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.