Menntamál


Menntamál - 01.03.1935, Side 59

Menntamál - 01.03.1935, Side 59
MENNTAMÁL 57 ar, ef til vill ekki í fyrstu, hversu mikla þýÖingu sveitaskól- arnir geta haft fyrir menningu og beinlinis atvinnulíf og starfs- háttu heilla héra'Öa. í þessu hefti Menntamála er lýsing á starfi heimavistarskól- ans að FlúÖum i Árnessýslu, sem bregður ljósi yfir þýÖingu félagslífsins og samstarfsins undir góÖri stjórn og hugkvæmni. G. M. M. II. Flúðir í Árnessýslu. Upphaf skólans. Heimavistar- skólinn að Flúðum, sem heitir Barnaskóli Hrunamánna, var stofn- aður árið 1929. Hér hafði áður verið farkennsla, en þetta ár var fræðsluhéraðinu breytt í skólahér- að, skólahús byggt um sumarið og undirritaður ráðinn forstöðumaður skólans. Voru menn hér mjög sam- huga og samtaka um þessar fram- kvæmdir, en forgöngu málsins hafði hinn ágæti maður, sr. Kjartan Helgason í Hruna. Mun það hafa verið eitt með því síðasta, er hann vann í almenningsþarfir, því að hann veiktist fyrsta veturinn, sem skólinn starfaði og dó á öndverðu ári 1931, svo sem kunnugt er. Eg tel það hafa verið óbætanlegt tjón þessari ungu skóla- stofnun, að sr. Kjartans missti svo fljótt við. Það er þjóð- kunnugt, hver afbragðsmaður hann var á sviði uppeldis- og fræðslumála. Land og hús. Skólinn var reistur við svonefndan Hellis- holtahver. Hverinn var keyptur til afnota fyrir skólann, ásamt 25—30 ha. landspildu. Skólahúsið er 14X7 m að ummáli, ein- Ingimar Jóhannesson.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.