Menntamál - 01.03.1935, Síða 60
58
MENNTAMÁl,
lyft, portbyggt og kjallaralaust. NiÖri er skólastofa, bor'Östofa,
2 matreiðsluherbergi, skrifstofa og forstofa. Uppi eru 2 íbúÖ-
arherbergi handa kennara, stúlknaherbergi, baðklefi og 3 svefn-
herbergi skólabarna. Efst er þurkloft. ÞaÖ er einnig eina
geymslupláss hússins. Áfast við húsið er klefi, sem reistur var
yfir hverinn. Hvernum er skipt í tvennt með steinvegg. Oðr-
um megin er ofninn, sem hitar húsið, en hinum megin er soð-
inn allur matur og stundum bökuð brauð. Engin eldstó er í
húsinu. Steinolíugasvélar notaðar, þar sem hverinn dugir ekki.
Er það fremur óþægilegt, þvi að ýmislegt viðvíkjandi matar-
gerð er ekki hægt að gera við hverahitann, t. d. baka, steikja
o. fl. — Enn fremur er áfast við skólahúsið leikfimis- og sam-
komuhús, 14X7 m. Er þar rúmgóður salur og leiksvið. Það
hús er að hálfu eign U. M. F. Hrunamannahrepps. Skammt frá
þessum húsum eru tvö samstæð steinsteypt útihús. Er annað
þeirra hesthús og yfir því loft, til afnota fyrir funda- og sam-
komugesti. í hinu húsinu er hlaða, fjós fyrir 4 kýr og haug-
hús. Það hús fylgir landi skólans og er leigt mér, eins og það.
2 ha. af landinu hafa verið girtir og ræktaðir að mestu. Kostn-
aðurinn við þessar framkvæmdir (ræktun, útihús, girðing) hef-
ir verið greiddur úr hreppssjóði, en ákveðið, að kennarinn
borgi árlega dálitla leigu eftir býlið, sem greiðist bæði í pen-
ingum og jarðabótum. Þetta nýbýli hefir verið skírt FlúÖir.
Dregur það nafn af flúðum í læk, sem rennur rétt hjá húsinu.
Skólafyrirkomulagið. Skólahúsið er ætlað 20 nemendum.
Skólabörn hafa verið nær 30 árlega, undanfarin 5 ár. Flest
hafa þau verið í heimavist. Þeim er skipt í tvo hópa: eldri og
yngri deild. Skipt um 12 ára aldur. Skólinn starfar vetrarlangt.
Skólatími barnanna verður því að meðaltali 12 vikur á vetri.
Hvor deild er hálfan mánuð í senn í skólanum. Skólinn er svo
vel í sveit settur, að það eru ekki nema 3—4 bæir, sem eiga
lengri leið að sækja en 8—10 km. Með því að hafa náms-
tímabilin svona stutt, sparast vinna í skólanum, því að heim-
ilin geta þá haft alla þjónustu, en ekki hygg eg það vera betra
námsins vegna. — Skólinn leggur nemendum til dýnur og vatt-