Menntamál - 01.03.1935, Síða 65
MENNTAMÁL
63
um o. þ. h. Er þess fyrst aÖ geta, að börnin eru hér aldrei á
hátiðis- eða tyllidögum, nema i. des, og nokkur sunnudags-
kvöld. Þau fara venjulega mörg heim til sín um helgar. Það
finnst mér sjálfsagt. Oftast koma þau þó á sunnudagskvöldin
aftur. Þá skemmta þau sér á ýmsan hátt. Læt eg þau mjög
sjálfráð um það. Skemmtanirnar eru þá helzt söngur, leikir,
dans og sjónleikasýningar. Sjónleikirnir vekja einna mesta gleði
og eru líka að mestu gagni. Börnin æfa oft sjónleiki í kennslu-
stundum, en á skemmtikvöldum fá þau jafnan að leika á leik-
sviði. Útbúnaður er vitanlega ófullkominn, en þar kemur ímynd-
unaraflið til hjálpar, svo að gleðin er óblandin. Erfitt er að
sýna útileiksvið, því að slík tjöld hafa ekki verið til hér fyr
en í vetur. En reynt hefir það verið. Börnin sýndu einu sinni
skóg á þann hátt, að reisa borð og bekki upp á endann og
breiða á það græn teppi og tuskur. Og til að skreyta útsýnið
enn þá meira, var sparikjóll vinnustúlkunnar hengdur á eitt
tréð! Það vildi nefnilega svo vel til, að hann var grænn! —
Tvo eða þrjá vetur æfðu nokkrir drengir söng í sérstökum
flokki. Einn þeirra var söngstjóri. Vitanlega var ekki um „lærð-
an“ söng að ræða — en gaman var að flokknum og ekki fat-
aðist söngstjóranum taktslátturinn! Einu sinni hélt flokkurinn
samsöng og seldi heimafólki aðgang fyrir I sykurmola hverj-
um! Allar skemmtanirnar eru miðaðar við heimilisfólkið. Við
höfum ekki enn þá haldið skemmtanir fyrir almenning, þó að
mig hafi oft langað til þess. Valda því ýmsir örðugleikar, sem
ekki verða ræddir hér. Almennar skemmtanir eru allar haldn-
ar hér á staðnum. Skólabörn eru þá oft hér og eru þess vegna
oft á slíkum samkomum. — Málfundafélag reyndum við i
vetur. Það gafst vel. Blöð hafa stundum verið gefin út. Kostn-
aðar vegna hefir það verið gert sjaldnar en skyldi. Nóg er
efni til, svo að ekki stendur á því.
Aðaltyllidagur skólans er á vorin, þegar skólanum er sagt
upp. Þá er hér oft margt manna. Sýning er haldin á handa-
vinnu og teikningum skólabarna, þau syngja, kennari og próf-