Menntamál


Menntamál - 01.03.1935, Page 71

Menntamál - 01.03.1935, Page 71
MENNTAMÁL 09 út KvæÖi og leiki. En af því að þær bækur koma skólasöngnum eiginlega ekki við, verSur ekki nánar um þær rætt hér. Hall- grímur Þorsteinsson og Björn Kristjánsson hafa gefið út söngfræðibækur. Þá er sjálfsagt aS minnast á Skólasöngvana eftir Friðrik Bjarnason. Um þá bók má ýmislegt gott segja, þó að hún verði ekki gerð að umtalsefni hér, þar sem öll lögin eru verk eins manns, og því ekki hægt að leggja sömu mælisnúru á hana og þær bækur, sem hér hefir verið getið um. En mikils- vert er það, að Friðrik, nálega einn af öllum tónskáldum þessa lands, hefir samið verk, sem beint eru ætluð yngstu kynslóðinni. SíSasta nýjungin er svo Skólasöngfvar þeir, sem fræðslu- málastjórnin hefir gefið út. ASalsteinn Eiríksson, Friðrik Bjarnason, Páll ísólfsson og Þórður Kristleifsson hafa búiö undir prentun. Það eru þær bækur, sem nú eru efstar á baugi í þessum efnum, og verður því ekki hjá því komist, að at- huga þær dálítið nánar, aðgæta kosti þeirra og galla sam- vizkusamlega, enda þótt það geti orðið til þess, að maður verði að finna þeim eitthvað til foráttu. Höfuðkostur þessa verks er, aS hér er saman komiS all- stórt safn (150 lög) af hæfilegum sönglögum handa börnum. Og þó aö margt af þeim sé tekiö upp úr eldri bókum, eru þó innan um nýjungar, sem fengur er aö. Þaö er skemmti- legt og gagnlegt að fá þarna Norðurlanda-þjóðsöngvana með frumtextunum, jafnhliSa þýðingum. Verulegur hluti af lögunum ber það með sér, að útgefend- ur gera ráð fyrir að kórsöngur sé nokkuð mikill þáttur í skólasöngnum yfirleitt. Þá koma í ljós gallar, sem geta verð- ur um. Sum lögin eru of há. Það er lítill galli, þó að einr. lag sé sett of hátt. Engum, sem kennir söng, ætti aS vera of- vaxið að transponera því. ÞaS ætti aS mega ætla mönnum það, þó að um þrír. lög væri að ræða. En þá getur viljað til, að 3. r. verði of djúp, og er þá ekki hægt aS nota lagiS nema meS því að breyta raddsetningunni, en heftin geta hæglega lent í höndum tnanna, sem ekki eru færir um það.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.