Menntamál - 01.03.1935, Síða 80
78
MENNTAMÁL
irmyndir handa börnum við teikningar uin öll möguleg efni.
Allir lestrarkennarar þurfa að eiga bókina og nota hana til hlið-
sjónar i kennslu sinni.
Jón Sigurðsson.
Skola och samhálle er talið merkasta uppeldismálatímarit Svia.
Ritstjóri þess er hinn kunni vinnubókafrömuður L. G. Sjöholm.
— Útgefandinn, P. A. Norstedt & Söner, býður islenzkum kenn-
urum ritið hingað sent fyrir 5 sænskar krónur árg., en það er
sama og það kostar í Svíþjóð. Ritari Kennarasambandsins veitir
nánari upplýsingar.
Jean Piaget.
Hinn heimskunni sálarfræðingur Ed. Claparéde segir, meðal
annars, i formáia fyrir fyrstu bók Jean Piaget:
„Með snilli afburðamannsins hefir Piaget tileinkað sér allar
þessar nýju kenningar, eða réttara sagt tekið hið góða úr hverri
þeirra, og veitt í einn farveg, lil túlkunar á sálarlífi barnsins.
Hann hefir kveikt blys, sem mun hjálpa til að dreifa miklu af
því myrkri, sem hingað til hefir hindrað þá, sem fást við rann-
sóknir á rökvísi barna.“
Siðan þetta var rilað, hefir Piaget látið frá sér fara fjórar bæk-
ur, sem allar hafa hlolið ágæta dóma.
J. Piaget er óvenjulega lærður maður. Hann er ágætlega að
sér í líffræði. Strax árið 1912, þá aðeins 15 ára gamall, varð
hann kunnur meðal dýrafræðinga fyrir sjálfstæðar athuganir á
sniglum Júrafjallanna, og um það efni varði hann doktorsritgerð
1918. Hann hefir einnig yfirgripsmikla þekkingu á heimspeki-
kerfum, fornum og nýjum, og í bókmenntum sálarfræðinnar
þekkir hann áreiðanlega hvern krók og kima.
Jean Piaget er prófessor í sálarfræði við háskólann í Genf.
Auk þess hefir hann nýlega gerzt formaður Alþjóðaskrifstofu
uppeldismála.
Bækur Piaget eru allar frumsamdar á frönsku, en þýddar á
ensku. Hér verður getið bókarheitanna á ensku, í þeirri röð,
sem þær hafa komið út.
The Language and Thought of the child. London 1920. Helztu
viðfangsefni bókarinnar eru þessi: Hvaða þörfum leitasl barnið
við að fullnægja, þegar það talar? Samtiil barna. Að live miklu
leyti skilja börn hvert annað? Spurningar barna.
Judgment and Reasoning in the child. London 1928. Bókin:
fjallar um helztu einkenni hugsunar og rökvísi barna.