Menntamál - 01.06.1940, Síða 4

Menntamál - 01.06.1940, Síða 4
2 MENNTAMÁL in fyrir löngu viðurkennt hann sem mikið og andríkt skáld, og Alþing veitt honum virðuleg skáldalaun allmörg ár. En þeir voru þó tiltölulega fáir, sem tileinkuðu sér ljóð hans og nutu þeirra. Hann var eins og tungumál, sem þurfti að læra. Þegar hann kom inn í skólana, á blaðsíðum náms- bóka og lestrarbóka, voru orð hans eins og blýþungi, sem lagðist lamandi yfir veikgert og værugjarnt hugsanalíf. Enda varð sú raunin á, að margir bliknuðu frammi fyrir Einari Benediktssyni og leituðu athvarfs við léttari tóna, þar sem enginn stormur fór um láð né lá. Og svona var það um þjóðina hans. Hún vissi, að hann var mikið skáld, en hann gat verið henni fjarlægur eins og Eysteinn munkur, sem orti Lilju. Hann var eins og fjarlægur gnýr mikilla átaka. Almenningur hafði það eftir nokkrum lærdómsmönnum, að í Einari Benediktssyni ætti þjóðin stórskáld og þar við sat. En smátt og smátt varð Einar Benediktsson hugboð þjóð- arinnar um mikinn vísdóm og djúptæka speki. Þessu hug- boði fylgdi virðing. En jafnframt varð lýðum ljóst, að speki Einars Benediktssonar var fyrir þá eina, sem þorðu að hugsa með honum og höfðu þrek til þess að kryfja ljóð hans til mergjar. Fyrir öllum öðrum varð andagift skáldsins eins og köld og þurr orð, fjarlæg og óviðkomandi eins og rúna- ristur og hieroglýfur fornaldarinnar. Og enn var Einar Benediktsson eins og hljóður andi, sem sveif á ósýnilegum vængjum yfir þjóðlífinu. Þetta hugboð um Einar Benediktsson var af háleitum toga spunnið. Það var sama eðlis og hugboð um guðdóm, sem aldrei verði snertur og aldrei megi snerta. Ekki ber að skilja þetta svo, að Einar Benediktsson hafi verið álitinn goðum borinn, meðan hann gekk holdi klæddur meðal fólksins. En það var álitið gott að vita af slíkum anda, sem byggði musteri hæstu hugsjóna. Og nú er Einar Benediktsson dáinn og þjóðin fer að hugsa um, hvað hún hafi átt og hvað hún hafi misst með frá-

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.