Menntamál - 01.06.1940, Blaðsíða 4

Menntamál - 01.06.1940, Blaðsíða 4
2 MENNTAMÁL in fyrir löngu viðurkennt hann sem mikið og andríkt skáld, og Alþing veitt honum virðuleg skáldalaun allmörg ár. En þeir voru þó tiltölulega fáir, sem tileinkuðu sér ljóð hans og nutu þeirra. Hann var eins og tungumál, sem þurfti að læra. Þegar hann kom inn í skólana, á blaðsíðum náms- bóka og lestrarbóka, voru orð hans eins og blýþungi, sem lagðist lamandi yfir veikgert og værugjarnt hugsanalíf. Enda varð sú raunin á, að margir bliknuðu frammi fyrir Einari Benediktssyni og leituðu athvarfs við léttari tóna, þar sem enginn stormur fór um láð né lá. Og svona var það um þjóðina hans. Hún vissi, að hann var mikið skáld, en hann gat verið henni fjarlægur eins og Eysteinn munkur, sem orti Lilju. Hann var eins og fjarlægur gnýr mikilla átaka. Almenningur hafði það eftir nokkrum lærdómsmönnum, að í Einari Benediktssyni ætti þjóðin stórskáld og þar við sat. En smátt og smátt varð Einar Benediktsson hugboð þjóð- arinnar um mikinn vísdóm og djúptæka speki. Þessu hug- boði fylgdi virðing. En jafnframt varð lýðum ljóst, að speki Einars Benediktssonar var fyrir þá eina, sem þorðu að hugsa með honum og höfðu þrek til þess að kryfja ljóð hans til mergjar. Fyrir öllum öðrum varð andagift skáldsins eins og köld og þurr orð, fjarlæg og óviðkomandi eins og rúna- ristur og hieroglýfur fornaldarinnar. Og enn var Einar Benediktsson eins og hljóður andi, sem sveif á ósýnilegum vængjum yfir þjóðlífinu. Þetta hugboð um Einar Benediktsson var af háleitum toga spunnið. Það var sama eðlis og hugboð um guðdóm, sem aldrei verði snertur og aldrei megi snerta. Ekki ber að skilja þetta svo, að Einar Benediktsson hafi verið álitinn goðum borinn, meðan hann gekk holdi klæddur meðal fólksins. En það var álitið gott að vita af slíkum anda, sem byggði musteri hæstu hugsjóna. Og nú er Einar Benediktsson dáinn og þjóðin fer að hugsa um, hvað hún hafi átt og hvað hún hafi misst með frá-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.