Menntamál - 01.06.1940, Page 8

Menntamál - 01.06.1940, Page 8
6 MENNTAMÁL Þá væri efni í glæsilegar myndir „úthafsins volduga marmaraleiði“, „helstorkið ríki með turn við turn“, lín- hvít lík heiðanna „lögð við hamranna dökku fjalir“, „vor- dauðans sigð á lofti“, svo að nokkrum myndum sé brugðið upp. Málverk, með slíkar fyrirmyndir, dregin af snjöllum listamanni, myndu færa stórfenglegan skáldskap inn í myndlistarlíf þjóðarinnar. Hér hefur verið bent á, að Einar Benediktsson hafi séð stórfenglegar myndir, og er stuðzt við eitt kvæði hans þessu til staðfestingar. Vitanlega hefði verið hægt að draga önnur kvæði fram í dagsljósið, til þess að sýna og sanna hið sama; því að þannig var Einar Benediæktsson — mikill sjáandi. En hann heyrði einnig á næman hátt og skynjaði raddir náttúrunnar engu síður en hann sá óvenjulegar sýnir. Þar hefur hann gefið tónskáldum framtíðarinnar tóninn í mikilfenglegar hljómkviður, sem mættu, ef vel tækist, hljóma vítt um álfur með íslenzkum séreinkennum náttúru og hugarfars. í kvæðinu „Dettifoss“ gefur hann þannig tóninn í 10 hljómkviður, svo að ekki hærri tala nefnd. Hann heyrir „gljúfrabarmsins djúpa ekka“. Hver hefur fest þenn- an ekka á nótur? Hann skynjar máttinn í „hrapsins hæð- um“. Hver hefur látið hrap fossanna hljóma? Hann heyrir rödd, sem er sótt í „afgrunn iðurótsins“; hann heyrir „gljúfrahofin hljóma“. Við fossinn skynjar hann hve íslands auðn er stór. Hver ómur brims, er rís þess fljótasjór! Og hann heyrir hjartaslög aflsins í segulæðum hins vold- uga „konungs fossanna". Þessa hljóma eiga tónskáldin eftir að túlka í anda stórskáldsins. Þannig sá og heyrði Einar Benediktsson, en hitt mun þó hafa verið stórfenglegast á hvern hátt hann fann til. Miklir og hraðir straumar léku um hann, vindar allra árstíða fóru um líf hans, stundum hlóðst að honum „haf

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.