Menntamál - 01.06.1940, Page 10

Menntamál - 01.06.1940, Page 10
8 MENNTAMÁL hugboð um eitthvað mikið og fagurt í ríki hugsjónanna, en betra er þó að kynnast honum, ferðast með honum í sólskini og heiðríkju andans, því að aldrei dregur ský fyrir sólu í gróðurlöndunum, þar sem hann dvaldi með skáld- gyðju sinni. Sá, sem hefur dvalið þar með Einari Bene- diktssyni mun finna sál sína fyllast einni hjartanlegri ósk: Líð unaðsdagur hœgt. ÁRSÆLL SIGURÐSSON: Algengustu orðmyndir málsins og stafsetningarkennslan. Inngangur. Það kann i fljótu bragði að virðast fánýtt atriði, að fá úr því skorið, hverjar séu algengustu orðmyndir málsins. En við nánari athugun sést, að svo er ekki. Það getur þvert á móti haft mikla hagnýta þýðingu, að kunna glögg skil á algengasta oröaforða málsins, t. d. við móðurmálskennslu í barnaskólum. Og fyrir móðurmálskennara væri það þó sérstaklega hagkvæmt að vita, hve stór orðaforði barnanna er, sem þeir hafa undir höndum, hver hann er, og hvernig hann eykst og þróast. Aðallega eru það tvö atriði, sem at- hygli uppeldisfræðinga hefur beinzt að á þessu sviði: 1. Hver og hve mikill er orðaforði barna á ýmsum aldurs- skeiðum? 2. Hvaða orð er börnum tamast að nota, þegar þau gera skriflega grein fyrir einhverju efni?

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.