Menntamál - 01.06.1940, Síða 11

Menntamál - 01.06.1940, Síða 11
MENNTAMAL 9 Um fyrra atriðið verður ekki rætt hér, þar sem það liggur að mestu leyti fyrir utan svið þessarar greinar. En þess má þó geta, að mjög merkar rannsóknir hafa verið fram- kvæmdar á þessu sviði, bæði enskar og þýzkar. Hitt atriðið hafa erlendir skólamenn rannsakað ýtarlega. Grípa þær rannsóknir yfir miklu víðara svið en ritmál barna. Þær ná einnig til almennra sendibréfa og ritaðs máls yfirleitt. Lengst eru þessar rannsóknir komnar í Am- eríku, þar sem margir ágætir menntamenn og sálarfræð- ingar hafa beitt sér fyrir framkvæmd þeii’ra, svo sem próf. E. L. Thorndike o. fl. Meðal annarra þjóða hafa hliðstæðar rannsóknir verið gerðar, bæði i Þýzkalandi (F. W. Kaeding), Noregi (H. Bergerson), Svíþjóð (C. Hassler-Göransson) og Danmörku (A. Noesgaard).* Sameiginlegt með þeim öllum er, að þær eru gerðar í þeim tilgangi að finna algengasta orðaforða málsins, sem síðan mætti nota til stuðnings stafsetningarkennslu i barnaskólunum. Allar leiða þær greinilega í ljós, að hvert mál er myndað af fáum orðum, sem oft eru endurtekin og miklum fjölda orða, sem sjaldan eru endurtekin. Yfirleitt eru niðurstöður þeirra svo samhljóða, að um engin veruleg frávik er að ræða, og verður því látið nægja í grein þessari að vitna í sænsku og dönsku rannsóknirnar til samanburðar. Árangur þessara rannsókna er sá, að niðurstöðurnar hafa verið hagnýttar í þágu stafsetningarkennslunnar, og ber öllum, sem reynt hafa, saman um, að það hafi gefizt vel. — Rannsókn sú, sem hér birtist, mun vera fyrsta tilraun í þessa átt, sem framkvæmd hefir verið á íslenzku máli. Hún er gerð í þeim höfuðtilgangi að finna leið til að gera staf- setningarkennsluna aðgengilegri og raunhæfari en áður, *) Sbr. grein í Menntamálum júní—des. 1938: Um rannsókn á tíðni orða.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.