Menntamál - 01.06.1940, Qupperneq 13
MENNTAMÁL
11
kunna full skil á til daglegrar notkunar í skóla og utan,
en um leið ætti það að vera raunhæf undirstaða undir
þekkingu þess á móðurmálinu, þegar út í lífið kæmi. Þess
vegna var tiltölulega mest tekið úr þessum tveimur flokk-
um eða um 48% af allri talningunni. Til samanburðar voru
svo valdir kaflar úr lesbókum fyrir eldri börn og þremur
öðrum námsbókum, sem hafa verið og eru allstór liður á
námsskrá skólanna. Var þá hægt að sjá, hvort nokkurt
samræmi væri á milli flokkanna um orðaval og orðfæri.
Við þá athugun kom í ljós, að þar var meira sameiginlegt
en í fljótu bragði rnætti ætla að órannsökuðu máli, en að
því verður vikið síðar.
Það hefði auðvitað verið mjög æskilegt, að hægt hefði
verið að hafa talninguna miklum mun stærri, en þess var
ekki kostur að þessu sinni, enda auðvelt að bæta við, ef
tækifæri býðst.
Reynt var að hafa efni hvers flokks eins fjölbreytt og
rannsóknargögn og stærð talningarinnar leyfðu.
Ekkert bundið mál var tekið með.
Skal nú nokkru nánar gerð grein fyrir einstökum flokk-
um:
I. Stílar. Við val stílanna voru aðallega tvö atriði höfð
í huga, auk þeirra, er áður er getið: í fyrsta lagi, að frásögn
væri sem minnst gölluð, og í öðru lagi, að stílarnir væru
sem víðast að af landinu.
Úr um 700 stílum, sem til greina gátu komið, voru valdir
160. Helmingurinn var skrifaður af telpum og helmingur-
inn af drengjum. Orðaforða hvors kyns var haldið að-
greindum. Auk þess voru stílarnir flokkaðir eftir skóla-
fyrirkomulagi og aldri barnanna, en þar sem niðurstöður
þeirrar skiptingar hafa ekki áhrif á heildarniðurstöður
talningarinnar, verður ekki gerð nánari grein fyrir þeim
hér.
II. Bréf. Úr um 300 einkabréfum voru valin 50 frétta-
og kunningjabréf, sem farið höfðu milli skyldra og vanda-