Menntamál - 01.06.1940, Page 24
22
MENNTAMÁL
sjaldgæft orð náð hárri tíðni, þó að það komi aðeins fyrir
í einni grein.
Sérstaklega getur þetta átt við um nafnorð og þó helzt
eiginnöfn og hlutstæð samnöfn. Gerum t. d. ráð fyrir, að
rannsökuð sé saga um tvo menn, Bárð og Högna. Geta þá
nöfn þeirra komið mjög oft fyrir, þó að algengustu manna-
nöfn, svo sem Jón og Sigurður, finnist alls ekki í sögunni.
í frásögn um tvo drengi getur orðið drengur komið fyrir í
ýmsum myndum 10—20 sinnum á blaðsíðu, þótt orðið telpa
sé þar aldrei notað, og sama máli gegnir um fjölda annarra
orða. Til þess að vega upp á móti þessu, er nauðsynlegt að
hafa sem breytilegast efni til rannsókna, og það er góður
mælikvarði á, hvort eitthvert orð er algengt eða ekki, hvað
það finnst í mörgum flokkum, ólikum að efni.
Nú verður ekki sagt um talningu þá, sem hér liggur fyrir,
að nein fátíð orð hafi á þennan hátt komizt á orðalistann.
Þó eru þar nokkur, sem bera greinilega með sér, að þau
eru bundin við sérhæft efni. Þannig er t. d. um súrefni og
kolefni, sem aðeins fundust í einum flokki, náttúrufræð-
inni. Önnur hafa komizt á listann, vegna þess, að þau voru
svo oft notuð í einni eða tveimur greinum einhvers flokks-
ins, eins og t. d. gangnamennirnir, sem stafar frá einni
grein í lesbókaflokknum, jarl úr 2—3 köflum íslandssög-
unnar, skessan úr æfintýri eftir 12 ára dreng og örfá önnur,
sem þó eru almennari merkingar. Yfirleitt eru nafnorðin
öðrum orðflokkum fremur háð efni því, sem um er ritað,
og sýnir talningin það greinilega. Á orðalistanum eru 149
nafnorð, eða fleiri sjálfstæð orð en nokkur af hinum orð-
flokkunum hefur, en eru þó tiltölulega lítill hluti af les-
málinu og miklu minni en ýmsir aðrir orðflokkar.
Lýsingarorð eru fremur fá á listanum, og öll, sem þar
eru, má telja mjög almenn. Það er vitanlega erfitt að sýna
fram á, hvort flest þau algengustu hafi komið fram í taln-
ingunni eða ekki, en nokkra bendingu um það geta lita-
nöfnin (gul, rauð, græn, blá, hvít, svört, brún, grá) gefið.