Menntamál - 01.06.1940, Síða 38
36
MENNTAMÁL
A 1) 990 orðmyndir (sbr. bls. 15 og 17) = 72,99% af taln.
2) Aðrar beygingarm. sömu orðm. .. = 5,53% — —
B 403 orð (allar beyg.m. þeirra samanl.) = 6,61% — —
C Samsetningar (f. hl. orðs) af A og B = 4,38% — —
Raunverulega er því útkoman sú, að 85,13% af allri taln-
ingunni er samstofna við þær 990 orðmyndir, sem á list-
anum eru, -f- 403 orð önnur, en ef samsetningar af þessum
orðum eru taldar með, hækkar hundraðstalan upp í 89,51%.
Sýnir þetta enn glöggt, að það eru tiltölulega fá orð, sem
eru meginþættir lesmálsins og breiða úr sér með fjölbreytt-
um, endurteknum beygingum og samsetningum, þar til þau
hafa náð að hríslast um allt meginmálið.
Þau orð (10—11% talningarinnar), sem ekki eru innan
þessarar umgerðar, hafa enga hagnýta þýðingu í þessu
sambandi, á meðan ekki liggja víðtækari rannsóknir fyrir,og
verður því ekki rætt um þau hér. Þó skal þess getið, að þar
er nær eingöngu um nafnorð, sagnir og lýsingarorð að
ræða.
Það hefði mátt ætla, að komið hefði fram í stílunum og
bréfunum nokkuð af óvönduðu máli, sem nú tíðkast mjög
í kauptúnum og kaupstöðum og einnig er farið að breiðast
út um sveitirnar, en svo reyndist yfirleitt ekki, þó að þar
fyndust orð eins og hasar (3), hasarinn (1) og „reisa“ =
ferðast (1). Hins vegar kom strœtó aldrei fyrir, en strætis-
vagn 6 sinnum. Bió var notað 5 sinnum og bíómynd 1 sinni,
en aldrei kvikmynd eða kvikmyndahús. Aðrar útlendar orð-
slettur eða hrein orðskrípi fundust ekki.
Framhaldsrannsóknir nauðsynlegar.
Nú er það ljóst af því, sem hér að framan hefur verið
sagt um rannsókn þessa, að hún leysir ekki nema að vissu
marki það verkefni, sem nauðsynlegt er að vinna á þessu
sviði, þótt réttmætt sé að gera ráð fyrir, að framhalds-
rannsóknir breyti ekki höfuðniðurstöðum hennar svo