Menntamál - 01.06.1940, Síða 42
40
MENNTAMÁL
aðrar ástæður leyfa. Er þar hægt að koma að margs konar
tilbreytni, sem gerir námið léttara og meira aðlaðandi.
Margt þess háttar má framreiða þannig, að það veki hug-
kvæmni og smekkvisi barnanna, og flest, sem gerir þau
sjálf virkari aðila í starfinu en áður, er þeim venjulega
kærkomið. Þau hafa ánægju af að glíma við að leysa hæfi-
lega þung verkefni og beita við það óskiptri orku sinni,
þótt þeim hins vegar hætti til að leggja árar í bát, ef þau
finna til fullkomins vanmáttar gagnvart verkefninu. En
þetta starfssvið víkkar þó alveg sérstaklega, þegar barnið
er komið á það stig, að hafa tileinkað sér algengasta
orðaforðann. Þá ætti að vinnast tími til að taka til með-
ferðar nauðsynleg atriði úr málfræði og setningafræði,
sem ekki voru tekin með á byrjunarstiginu, eftir því sem
allar ástæður leyfðu.
Með hliðsjón af því, sem nú hefur verið drepið á, þykir
rétt að benda á nokkur höfuðatriði, sem nú bíða úrlausna
og eru beint framhald framangreindrar rannsóknar. Eru
þau sérstaklega miðuð við stafsetningarkennsluna, þó að
aðrir þættir móðurmálsins hljóti óhjákvæmilega að grípa
þar að meira eða minna leyti inn í. Atriðin eru þessi:
1. Unnið verði að framhaldsrannsókn á tíðni orða, þar til
sæmilega öruggar niðurstöður hafa fengizt.
2. Algengustu orðmyndirnar, sem fundnar eru á þennan
hátt, verði prófaðar á hópi barna, til þess að komast
að raun um, hverjar þeirra reynist auðvelt og hverjar
erfitt að stafsetja.
Eftir því mætti svo skipta þeim í flokka (orðalista), sem
miðaðir væru við aldur og þroskastig barnanna.
3. Gefið verði út handhægt orðakver, er börnunum sé
kennt að finna í vandrituð orð, sem ekki eru á orða-
listunum.
Þar sem það hlyti óhjákvæmilega að taka allangan tíma
að bíða eftir niðurstöðum framhaldsrannsókna í þessum