Menntamál - 01.06.1940, Qupperneq 45

Menntamál - 01.06.1940, Qupperneq 45
MENNTAMÁL 43 Agi í skólum. i (Brot úr fyrirlestri leikfimisnámsstjóra, frk Else Thomsen). Lauslega þýtt. M o 11 ó : Sól himinsins er oss fyrirmynd og kennari um agann. Hún veitir hverri vaxandi veru hita og ljós, oft regn og storm, en sjaldan þrumur og eldingar. Comenius. Nauðsyn á góðum aga í skólum er óumdeilanleg. Má einu gilda hvort litið er á það frá hliö kennslunnar, upp- eldisins, þjóðfélagsins eða hið siðræna lífs. Engin vinna án íhugunar og fyrirhafnar, engin áunninn dugnaður án áhuga og kostgæfni (Koncentration), ekkert skapgerðar- uppeldi án hlýðni, sjálfsaga og skyldurækni. En hinn gamli harðhenti agi dugar ekki við börn nú- tímans. Hann hefir sennilega aldrei haft happasæl upp- eldisáhrif, jafnvel þótt hann hafi veitt vinnufrið. Hann gerir börnin súr á svip og dauf í dálk og vinnutreg, en takmarkið er vitanlega hið gagnstæða. Ympra má á nokkrum atriðum þeirrar vinnutækni, sem að vísu krefur mikils af kennaranum, en gefur ríkulega uppskeru. Hafðu hvert barn og hvern hlut á sínum stað, og leið- réttu samstundis hve'rja skekkju og hvert mistak. Heimt- aðu reglu í smáu og stóru, og kappkostaðu að haga starfinu þannig, að fjarlægð séu sem mest öll tækifæri til óreglu. Farðu aldrei frá börnum í kennslustund, nema að þú vitir það að aginn sé svo öruggur, að þau geti haft gott af því að vera ein um stund. Leyfðu barni aldrei að svíkjast um, hvorki í smáu né stóru, og ekki geyma til morguns, það sem gera átti í dag. Heimtaðu aldrei neitt, sem þú ekki gengur eftir, og settu ekki reglur til að brjóta. Og gættu þess, að sérhver fyrirskipun og áminning sé ákveðin, en þó laus við hryssingsskap og gremju.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.