Menntamál - 01.06.1940, Side 47
MENNTAMÁL
45
nútíminn hefir tilhneigingu til að kalla gamaldags, að
kennarinn verður að gefa gott fordæmi i smáu og stóru.
Óregla, ónákvæmni og hirðuleysi í skólastarfi kennarans,
getur verið bein orsök þess, að börnin hagi sér á svipaðan
hátt. Kennarinn verður að koma hlutunum þannig fyrir, að
möguleikar fyrir agabrot verði sem fæstir. Og hann hefir
svo mikið frjálsræði nú, að honum er í sjálfsvald sett að
nota þær aðferðir, sem honum henta bezt. En allt slíkt
verður að gerast af yfirlögðu ráði og miðast við það, að
skólinn sem heild hafi af því sem bezt not.
Gerum ráð fyrir, að allir þessir þættir starfsins séu í
góðu lagi. Eftir eru þó stærstu kröfurnar á hendur kenn-
aranum, en þær eru:
1. Að kunna vel það sem kenna á og búa sig undir hvern
tíma.
2. Að þekkja vel gáfna og þroskastig barnanna, og kenna
samkvæmt því.
3. Að skilja barnið og geta sett sig í spor þess.
4. Að hafa ánægju af starfinu.
Hæfileikar kennarans til að skilja einstaklinginn eru afar
nauðsynlegir og þýðingarmiklir. Það er skilyrði fyrir
vinnufúsleik og vinnugleði barns, að kröfur, sem til þess
eru geröar séu í hófi. Þetta getur verið mjög misjafnt,
jafnvel í sömu deild. Og þótt t. d. líkamsæfingarnar séu
ætlaðar öllum jafnt í sama hóp, þá verður þó að taka fullt
tillit til einstaklinganna um þroska, hæfni og úthald. Að
gera sömu kröfur, einstrengingslega, til allra jafnt, hvað
sem hinu persónulega líður, getur orðið aganum hættulegt
og heilsunni líka.
Þegar lítið gefið barn reynir allt, sem það getur og nær
með því tiltölulega góðum árangri, þá er rétt að láta það
finna það og alla vita, að iðni og dugur getur hjálpað
hverjum sem er. Ekkert treystir betur gott samband milli
barnanna og kennarans en sú fullvissa þeirra, að hann
sé réttlátur. Það er lyftistöng góðs aga. Og þetta sýnir enn