Menntamál - 01.06.1940, Side 49
MENNTAMÁL
47
Mr. Howard B. Little.
Fyrir mörgum árum sátu
bræður tveir í Lundúnum
og virtu fyrir sér Evrópu-
kortið. — Þeir áttu fyrir
höndum stutt sumarleyfi
og var annt um að verja
þvi vel. Eyja norður við
íshaf vakti athygli þeirra.
Förin var ráðin, og innan
skamms stigu þeir á land
í Reykjavík.
Hin stutta sumardvöl
varð' örlagaríkari fyrir
yngri bróðurinn, Mr. Ho-
ward B. Little, en hann
grunaði, þegar hann at-
hugaði landabréfið í Lund-
únum. Land og þjóð hafði
þau áhrif á þenna útlend-
ing, að hann einsetti sér
að koma hingað aftur til
lengri dvalar. Framkvæmd þeirrar ákvörðunar drógst að
vísu nokkuð, en þó kom þar, að Mr. Little steig hér á land
að' nýju, ásamt konu sinni, staðráðinn í að dvelja hér tvö
ár. Að þeim tíma liðnum kom þeim hjónunum saman um,
að þeim hefði liðið hér vel, og enn væri ekki kominn
tími til heimferðar. Síðan hafa árin liðið — fimmtán alls.
Allan tímann hefir Mr. Little stundað enskukennslu í
Reykjavík og auk þess aðstoðað menn í margskonar við-
skiptum við enskumælandi þjóðir. Nemendur hans skipta
orðið hundruðum. Móðurmál sitt talar Mr. Little þannig,