Menntamál - 01.06.1940, Page 50

Menntamál - 01.06.1940, Page 50
48 MENNTAMÁL að þótt menn hafi í því litla kunnáttu, veitist auðvelt að skilja hann. Hann talar hægt og hagar orðavali við hæfi nemenda sinna. Kennslustundir hans eru ekki aðeins fræð- andi um enska tungu, heldur jafnframt um enskt þjóðlíf og menningu. Margir einstaklingar hér á landi bera hlýjan hug til Mr. Little og finnst þeir eiga honum ýmislegt að þakka. En þjóðarheildin stendur einnig í þakklætisskuld við þenna mann. Um fimmtán ára skeiö hefir hann verið ótrauður í því að fræða landa sína um ísland og menningu þess. Þetta starf hefir krafizt persónulegra fórna, sem ekki hefði að óreyndu mátt vænta af útlendingi. Þegar Mr. Little kom hingað fyrst, hafði hann starfað við enska stórblaðið Times og gerðist fréttaritari þess hér. Gaf það góðar tekjur. En þegar Times eitt sinn birti grein um ísland, fulla af rangfærslum og nokkurri illkvittni, mótmælti Mr. Little sem kunnugur maður og óskaði leiðréttingar. Blaðið kaus hins vegar heldur að fylgja þeirri reglu, sem flestir blað- lesendur kannast við: Að hafa það eitt fyrir satt, er það sjálft hafði birt. Leiddi þetta til misklíðar, og lét Mr. Little af störfum fyrir blaðið. Vegna áhuga síns fyrir útbreiðslu réttra upplýsinga um ísland, hefur Mr. Little í fleiri tilfellum átt að velja milli peninganna og trúmennsku við það, sem hann vissi sannast og réttast. Val hans hefir jafnan verið óeigingjarnt. Mr. Little fylgist vel með því, sem ritað er á enska tungu um ísland og er jafnan reiðubúinn að leiðrétta mishermi og rangfærslur í því efni, enda hefur hann vegna lang- dvalar hér meiri þekkingu á íslenzkum málefnum en flestir útlendir menn. Hann hefur m. a. gagnrýnt í erlendum blöö- um bók, sem nokkuð þekkt, enskt ljóðskáld, Mr. Auden, hefir ritað um ísland. Bók þessi kom út fyrir fáum árum og var mikið lesin í Englandi. í henni eru ýmsar fjarstæður. Mr. Little er nú aldurhniginn maður, fullra 68 ára. „í vöggunnar landi skal varðinn standa," segir Einar Bene-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.