Menntamál - 01.06.1940, Side 57

Menntamál - 01.06.1940, Side 57
MENNTAMÁL 55 útvarpinu. Þetta er að nokkru leyti rétt, ef litið er á hversu víðtæk stofnun fræðslukerfi landsins er. Vikum og jafnvel mánuðum saman heyrist ekkert orð um uppeldismál í út- varpinu, en á sama tíma eru fluttar greinargeröir, upplýs- ingar, leiðbeiningar og fréttir um margskonar félagastarf- semi í landinu, — starfsemi, sem ýmist er kerfisbundin eða haldið uppi af einstökum mönnum, óreglubundið. Má í því sambandi benda á húsmæðrafræðslu, kvennaþætti, iþróttaþætti, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Margt af þess felur í sér leiðbeiningar um þjóðaruppeldið og stuðlar yfirlett að menningu landsmanna, en víðtækasta stofn- unin, skólinn sjálfur, tekur örsjaldan til máls. Þetta þyrfti að breytast. Það er nú einhvern veginn svo komið í okkar þjóðfélagi, að skólanum er kennt um margt það sem af- laga fer, en síður þakkað það sem vel er gjört. Um slíkt þýðir vitanlega ekki að fárast. Það er staðreynd, að hið góða er stundum notað sem skálkaskjól af hleypidóma- fullum árásarmönnum með því að forsendur eru þá fals- aðar eða rangfærðar. En hitt vita tiltölulega fáir íslend- ingar, jafnvel ekki þeir, sem komizt hafa í hæstu mann- virðingastöður þjóðfélagsins á sviði menningarmála, að barnafræðslan og alþýðufræðslan almennt, eru lyftistöng alls annars í þjóðfélaginu, sem til framfara horfir, — án góðrar alþýðufræðslu er óhugsandi nokkur veruleg fram- för í búnaðarháttum, verzlunarmálum, íþróttamenningu, atvinnumálum, — og án hennar nokkurs konar einokun á æðri menntun. Þegar hægt er að sanna með skýrum rökum, að foringjar lýðsins eru utan gátta í þessum efn- um, er eðlilegt, að lýðurinn, sem starfað er fyrir, skilji ekki hina miklu þýðingu þessara mála. Það væri því nauö- synlegt, að tala við fólkið um þessi mál gegnum útvarpið. Og sé áhugi meðal skólamanna til þess að kynna starf- semi og nytsemi skóla og fræða fólk um uppeldismál, geri ég ráð fyrir, að útvarpsráð sæi sér fært að setja 10—15 mínútna uppeldisþátt inn í dagskrá útvarpsins í viku

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.