Menntamál - 01.06.1940, Page 59

Menntamál - 01.06.1940, Page 59
MENNTAMÁL 57 hafði verið sem verkefni félagsins, og nefna má í þessu sambandi. En það er leikrit Gunnars Benediktssonar, ,,Að elska og að lifa“. Eins og að líkum lætur, mun mörgum óbreyttum leik- manni þykja það einkennilegt, að aðalleikhús landsins taki til meðferðar leikrit, sem ekki þyki sýningarhæf fyrir alla, jafnt unga sem gamla. Það hlýtur jafnan að orka tvímælis, hvort slíkir hlutir séu yfirleitt sýningarhæfir. Menn vilja því gjarnan fá skýringu á slíkum bönnum og heyra rökin, sem liggja að því, að sjónleikir þessir hafa sérstaklega verið bannaðir fyrir börn og unglinga. Sé hér um að ræða fullkomlega réttmætar kærur á hendur Leikfélaginu, að stjórn þess sé ekki fær um að velja góða og fullboðlega hluti á aðalleiksviði landsins, þá þarf það mál að fá nákvæmari rannsókn og má ekki láta af- skiptalaust, þar sem það virðist ekki vera samboðið menn- ingarstofnun að gera gælur við lægstu hvatir fólksins, þótt það ef til vill dragi að nokkra sýningargesti, sem slíks vilja njóta, Reynist hins vegar, að með slíkum bönnum á leik- ritum félagsins sé verið með óþarfa framígrip og smásálar- lega viðkvæmni út af óskaðlegum eða smávægilegum hlut- um, þá á stjórn Leikfélags Reykjavíkur að fá fulla upp- reisn. Hér skal enginn dómur lagður á þessa hluti. En þó skal þess getið, að 3 framangreind leikrit eru mjög ólik að efni og listfengi. „Sherlock Holmes“ er gamalkunnur glæfra- leikur, sem sýnir skuggahliðar borgarlífs; „Fjalla-Eyvind- ur“ sýnir stórfelldan harmleik, þar sem flestum mannleg- um þjáningum er teflt fram til þess að reyna þolrif fórn- fúsrar ástar; „Stundum og stundum ekki“ er skopleikur, sem dómnefnd taldi „nauða ómerkilegan", en mun stefnt allnærri einstökum mönnum og stofnunum.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.