Menntamál - 01.06.1940, Side 60

Menntamál - 01.06.1940, Side 60
58 MENNTAMÁL IV. Frelsi Mitt i ólgu styrjaldarinnar, sem geisar um Norðurálfu, sátu íslendingar um skeið á friðarstóli og veltu fyrir sér hugtakinu frelsi. Menn töldu sig hólpna hér á norðurhjara veraldar og þurfa lítt að óttast ægilegar krumlur hervalds- ins. Því nær daglega taárust fregnir um yfirgang stórveld- anna á garð hins máttarminni, ein þjóðin eftir aðra missti frelsi sitt, sumar þeirra eftir ægilegar blóðfórnir. Finnland barðist fyrir frelsi sínu gegn Sovét stórveldinu og tapaði bæði löndum og miklum fjölda vaskra drengja. Þýzkaland brauzt á næturþeli inn í Danmörku og Noreg, svipti Dan- mörku frelsi og hefur barizt við Norðmenn um þeirra eigið land í 6 vikur, þegar þetta er ritað. Og síðustu dagana hafa Holland og Belgía barizt gegn ægilegri innrás Þjóðverja, Holland hefir fallið fyrir Þýzkalandi eftir þungar fórnir og Belgía er því nær lögð undir vélabákn hinna æðisgengnu fjandmanna. Frakkland og Bretland hafa heitið þessum smáþjóðum stuðningi og hjálp; sú hjálp virðist á ýmsum stöðum hafa komið heldur seint, þótt ekki skuli enn ör- vænta um, að þjóðum þessum takist að yfirbuga trylltan yfirgang herveldisins þýzka. Nú er stríðið komið að þeirra eigin bæjardyrum og gildir úr því sem komið er aðeins eitt fyrir Bandamenn: Að fórna öllu, sem fórna þarf, til þess að sigra fjandmennina. Takist Bandamönnum ekki að sigra, líða þessar stórþjóðir undir lok og menning þeirra verður lögð í rústir. Á þessum síðustu og ægilegustu sólar- hringum er raunverulega barizt um siðmenningu alls heimsins, fremur en um sjálfstæði nokkurra landa. Það er barist um yfirráðin i heiminum um ófyrirsjáanlega framtíð; það er barist um það, hvort öllu skuli stefnt beint norður og niður, — eða á hinn bóginn, hvort vitræn göfug hugsun eigi eftir að leiða mannkynið inn á brautir ham- ingju, bræðralags, frelsis og síaukins andlegs þroska. Nú

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.