Menntamál - 01.09.1945, Side 10

Menntamál - 01.09.1945, Side 10
120 MENNTAMÁL SKÚLI ÞORSTEINSSON skólastjóri á Eskifirði segir í minningargrein, sem hann hefur sent Menntamálum: „Um nokkurra ára skeið var ég kennari við þann skóla, er Sigurður veitti forstöðu, og naut þá ráða hans og vin- semdar. Tel ég mér það happ mikið, og því meira, sem ævin líður. Aldrei mun ég gleyma þeim móttökum, sem ég átti að fagna, er ég, fátækur nemandi í Kennaraskólanum, leitaði hjálpar hans og ráða. Þá fékk ég að reyna, hvern mann hann átti að geyma. Ég hef átt þá ósk síðan að mega sjálfur einhvern tíma á ævinni reynast slíkur sem hann þá. Á yngri árum var Sigurður áhugasamur ungmenna- félagi. Hann var einn aðalhvatamaður að stofnun U. M. F. Neista á Djúpavogi. Fylgdist hann alltaf vel með starf- semi ungmennafélaganna og unni þeim. Sigurður var fyrirmynd góðs ungmennafélaga, prúðmenni hið mesta, reglusamur með ágætum, svipmikill og fastur fyrir, en hlýr í viðmóti, góður vinur vina sinna og kunni einnig vel að meta þá, er honum voru andstæðir í skoðunum. Ungum mönnum var gott að vera með Sigurði. Bjartsýni og trú á lífið og manninn sjálfan gerðu umhverfi hans heillandi og hlýtt. Hann átti eld hið innra og sólarsýn. Hann var vormaður sinnar þjóðar, vormaður í hugsun og starfi.“ ÁRMANN HALLDÓRSSON, skólastjóri og sérfræðingur í uppeldisfræði og barna- sálarfræði, kemst þannig að orði í Alþýðublaðinu: „Sigurður Thorlacius lagði nokkra stund á ritstörf. Eftir hann eru til tvær barnabækur: Sumardagar og Um loftin blá. Að mínum dómi eru það mjög merkar bækur, sem ættu skilið, að þeim væri miklu meiri gaumur gefinn. Bera

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.