Menntamál - 01.09.1945, Side 17
MENNTAMÁL
127
í Reykjavík, sem þá var nýstofnaður, og gegndi því til
dauðadags, hinn 17. þ. m. (þ. e. ágúst). Varð nokkur styr
um þá embættisveitingu, því hinn nýi skólastjóri var þá
óþekktur maður, en starfið erfitt og umfangsmikið. Það
kom þó von bráðar í ljós, að Sigurður var þeim vanda
vaxinn, vegna mannvits, menntunar og mannkosta. Vér
kennarar fundum fljótt, að hér hafði oss bætzt ágætur
liðsmaður. Hann flutti með sér hressandi blæ nýrrar þekk-
ingar og nýrra strauma í uppeldismálum og gerðist einn
helzti forvígismaður hinnar nýju skólastefnu, sem þá var
að ryðja sér til rúms erlendis. Stefna sú felst einkum í
því, að einstaklingseðli barnanna fái að njóta sín sem
bezt, að þau megi vera frjáls og óþvinguð við störf sín,
innan skóla og utan. Kennarar verði leiðbeinendur og vinir,
en ekki eingöngu valdbjóðandi yfirmenn. Skólarnir verði
leystir úr aldagömlum viðjum ítroðnings og yfirheyrslu,
en nemendur laðaðir til sjálfstæðrar athugunar á náms-
efninu. Afleiðingin verður meiri starfsgleði, víðsýni og
frelsi.
Sigurður var kvæntur Áslaugu Kristjánsdóttur, Jóns-
sonar, frá Fremsta-Felli í Kinn, gáfaðri og mikilhæfri
konu. Börn þeirra eru 5, á aldrinum 3—13 ára. Heimilis-
líf og sambúð þeirra hjóna var eitt hið fegursta, er ég hef
kynnzt. Aldrei sá ég Sigurð jafnglaðan og meðal barna
sinna, er hann dvaldi hjá þeim að dagsverki loknu. Hann
fylgdist og með þroska þeirra af meiri alúð og nákvæmni
en ég veit dæmi til. — Húsfreyjan var honum örugg stoð
og stjórnaði heimilinu með mjúkum og mildum höndum,
hvort sem húsbóndinn var við daglegu störfin eða bundinn
við sjúkrabeð, eins og fyrir kom fyrstu hjúskaparár
þeirra. Allir þeir, sem Sigurður Thorlacius vann fyrir,
standa því í þakklætisskuld við konu hans. Hann afkastaði
óvenjulega miklu starfi á fáum árum, m. a. vegna þess, að
hann átti ágæta konu. Því megum vér, vinir hans og vel-