Menntamál - 01.09.1945, Qupperneq 26

Menntamál - 01.09.1945, Qupperneq 26
136 MENNTAMÁL Þorsteinn M. Jónsson sextugur Sé farið yfir þann þátt skólasögu okkar, sem tekur til löggjafar á alþingi, hlýtur lesandinn að staldra við nöfn og athafnir nokkurra einstakra manna, sem þar hafa unnið öðrum meira og happadrýgra starf. Einn þeirra manna er Þorsteinn M. Jónsson, skólastjóri gagnfræðaskólans á Akur- eyri. Þorsteinn var þingmað- ur Norðmýlinga, þegar lögin um skipun og laun barnakennara voru sam- þykkt á alþingi 1919. Hann var þá skólastjóri við barnaskólann í Bakkagerði í Borgarfirði eystra og veitti jafnframt kaupfé- lagi þar forstöðu. Hann var maður á léttasta skeiði, fæddur 20. ágúst 1885 á Útnyrðingsstöðum í Valla- hrepp í S.-Múlasýslu, sonur hjónanna þar, Jóns Ólasonar og Vilborgar Þorsteinsdóttur. Hann hafði tekið kennara- próf 1909 og gerzt sama ár skólastjóri í Bakkagerði, en áður hafði hann starfað að barnakennslu á Akureyri og Seyðisfirði. Hann hafði orð á sér fyrir atorku og ger- hygli og hafði verið kjörinn þingmaður 1916 og þótti nýtur maður í því starfi, var t. d. kosinn í samninga- nefndina við Dani 1918. Frumvarpið um skipun og laun barnakennara fól í sér

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.