Menntamál - 01.09.1945, Side 38
148
MENNTAMÁL
Fundurinn samþykkti ýmsar tillögur, og eru þessar helztar:
a) Að tekin sé upp kennsla í hagnýtri uppeldisfræði við alla
kvenna- og húsmæðraskóla í landinu.
b) Að aukin sé fræðsla almennings um uppeldisfræðileg efni með
útvarpsfyrirlestrum og rituðu máli í heppilegu formi.
c) Gerð sé nú þegar gangskör að því að ákveða takmörk skóla-
hverfa strjálbýlisins, með það fyrir augum, að skólaheimili rísi þar
upp, er hvert þeirra gefi verkefni tveim kennurum.
d) Að ríkið greiði a. m. k. tvo þriðju hluta af stofnkostnaði hvers
skólaheimilis.
e) Til þess að gera þessar framkvæmdir auðveldari og ódýrari og
losna við margs konar árekstra, skipi fræðslumálastjórnin fram-
kvæmdaráð verkfróðra og skólafróðra manna, sem ákveði í santráði
við skólanefndir skólastaði og annað, er að því lýtur, og láti svo
byggja 2—3 skóla á ári í næstu 20 ár.
f) Að fræðslumálastjórn leggi fyrir skólanefndir bæja og þorpa að
gera ásamt skólastjóra og námsstjóra lillögur um nauðsynlegar um-
bætur á uppeldislegum skilyrðum bæjarins eða þorpsins, og séu þær
tillögur sendar henni og sjái liún svo um, að þær, er samþykki
hennar hljóta, verði framkvæmdar svo fljótt, sem ástæður leyfa.
g) Námsstjórum sé fjölgað í sex og þeim gefið meira vald til ýmiss
konar frantkvæmda og umbóta en þeir ltafa nú.
h) Þar sem nú er svo komið, að flest börn fá eitthvert framhalds-
nám, lækki prófkröfur í almennum lesgreinum við fullnaðarpróf
frá því, sem verið hefur. Sé Jteim tíma, sem Jtannig sparast við minni
yfirferð lesgreinanna, varið til að styrkja nárnið í móðurmáli og
reikningi.
i) Að lokum vill fundurinn láta Jtá eindregnu skoðun í ljós, að
Jtað sé þjóð vorri hin mesta nauðsyn, að heimili, skóli og kirkja taki
Iiöndum saman um það göfuga hlutverk að efla með uppvaxandi
æsku Jtessa lands kristilega lífsskoðun, auka viðnám hennar gegn
dáðleysi og óhollu nautnalífi og glæða skilning hennar á andlegum
og siðlegum verðmætum.
Þá lagði fundurinn á Jtað ríka áherzlu, að samvinna ykist milli
presta og kennara í kristindóms- og uppeldismálum. Hann skoraði
einnig á [nng og stjórn að láta lögin um héraðahönn koma strax
til framkvæmda, svo að unnt væri að sporna helur en nú er við
áfengisnautn Jtjóðarinnar, en hún væri nú svo mikil, að til voða
horfði. Einnig væri hverjum uppaldanda skyll að vinna að dýra-
verndunarmálinu.
Fundarmenn voru 2—3 nætur á Hólum og létu hið bezta yfir veru
sinni Jtar. Jón Þ. Björnsson, skólastjóri, á Sauðárkrók, hafði séð um