Menntamál - 01.12.1948, Blaðsíða 13

Menntamál - 01.12.1948, Blaðsíða 13
MENNTAMAL 119 staklinga. Því leggur nefndin áherzlu á það, að einum kenn- ara (aðalkennara) sé falin umsjón með hverri deild eins lengi og einn kennari er fær um að kenna allar höfuðgrein- ar í deildinni. Eftir að því verður ekki lengur við komið, er talið æskilegt, að sérstökum kennara sé einnig falin umsjón með deildinni og hann látinn kenna þar eins mikið og kostur er. Til þess að kennarar geti sinnt þessu hlutverki er nauð- synlegt, að deildir séu fámennar. Kennarinn þarf að hafa samvinnu við heimilin og líta á uppeldishlutverk sitt og foreldranna sem sameiginlegt mál. Slíkt er ekki hugsan- legt, ef sami kennari þarf að hafa samband við mikinn fjölda heimila. Um markmið skólauppeldisins segir orðrétt: „Skólanum ber að stefna að því að ala nemendur sína upp til sjálfstæðis og gagnrýni, en jafnframt til þess, að samstarf og sam- skipti við aðra verði þeim eðlileg og til þess, að þeir verði vinnufúsir og liggi hvergi á liði sínu. Hlutverk skólanna í lýðræðisþjóðfélagi er að ala upp sjálfstæða og frjáls- borna menn, sem hafa yndi af og þörf fyrir samstarf við aðra.“ Á því, sem sagt hefur verið hér að framan má sjá það, að skólunum er ætlað meira og víðtækara hlutverk en áður hefur tíðkazt. Skólar flestra landa hafa fram að þessu svo til eingöngu verið kennslustofnanir, að ýmsum smá- barnaskólum undanskildum. Með þessu er ekki sagt, að þeir séu ekki uppeldisstofnanir. Það er nærri því tízka að tala um kennslu og uppeldi eins og andstæður. Það er mikill misskilningur, en hitt er annað, að með kennslunni er að- eins að takmörkuðu leyti séð fyrir uppeldisþörfum nemend- anna. Það verður því stórt skref stigið með Svíum, ef um- hyggjan fyrir andlegri heilbrigði barna og unglinga verður falin kunnáttufólki í þeim efnum og undirbúningsmenntun kennaranna færð í það horf, að þeir geti sinnt því hlutverki að nokkuru.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.