Menntamál - 01.03.1953, Qupperneq 7

Menntamál - 01.03.1953, Qupperneq 7
MENNTAMÁL. XXVI. 1. JANÚAR—MARZ. 1953. John Dewey 1859-1952 Á síðast liðnu ári létust tveir áhrifamestu uppeldis- frömuðir vorra tíma, María Montessori, 81 árs að aldri, og John Dewey á tíræðisaldri. Frú Valborg Sigurðardóttir ritaði á- gæta grein um Montessori í Menntamál skömmu eftir lát hennar, en dregizt hef- ur úr hömlu að minnast Dewey. Verður nú reynt að bæta lítillega fyrir þá vanrækslu. John Dewey var Banda- ríkjamaður, fæddur 1859 á Nýja Englandi, því fylki Bandaríkjanna, sem ensk- ast er talið. Þar náði frjálslynda stefnan, líberalisminn, hvað bezt að festa rætur, enda er blessun frelsisins uppi- staðan í boðskap Dewey. Bertrand Russell lýsir honum á þann veg, að hann hafi verið gull af manni, hvers manns hugljúfi, frjálslyndur í skoðunum og óþreytandi eljumað- ur. Þetta er ekki líkræðuskrum. Það var ritað mörgum árum fyrir dauða Dewey. Voru þeir Russell og hann þó síður en svo sama sinnis í heimspekilegum efnum, og skilst mér á orðum Russells, að þeir hafi átt í ritdeilum. John Dewey.

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.