Menntamál - 01.03.1953, Blaðsíða 10

Menntamál - 01.03.1953, Blaðsíða 10
4 MENNTAMÁL til bættra uppeldishátta. Öllum þorra barna var kennt stafróf menningarinnar. Þegar því var lokið, voru sauðir skildir frá höfrum. Og við þetta situr víða enn þá. Mennt- unarhugsjónirnar gömlu náðu brátt tökum á barnafræðsl- unni. Þekkingarforðans höfðu aðrir aflað. Að læra varð að tileinka sér eitthvað úr þessu forðabúri, en alls ekki að uppgötva neitt af sjálfsdáðum. Umbótamenn í uppeldis- málum mega lengi fjargviðrast um ítroðsluaðferðir og óvirkt nám, en allt mun hjakka í sama farinu, meðan þessar hugmyndir um eðli þekkingarinnar eru taldar góð latína. Meðan sagt er í sundur með starfi hugar og athöfnum handar, verður allt nám að meira eða minna leyti óraunhæft. 1 þessu efni stendur skólauppeldið langt að baki því uppeldi, sem unglingar nutu á heimilum, þar sem þeir voru beinir þátttakendur í margháttuðum störfum, ekki sízt þar sem húsbændur létu málefni samfélagsins til sín taka, eins og í Bandaríkjunum. — Meðan börn ólust upp við náin kynni af spuna, vefnaði, klæðagerð og fylgdust yfirleitt með öllum stigum framleiðslunnar, höfðu þau vitneskju um tilgang vinnunnar og alvöru hennar. Hún kallaði á þá krafta, sem í þeim bjuggu. Meðan þessu var svo háttað, gátu skólar látið sér nægja að fást við bók- lega kennslu. Nú er öldin önnur. Verksmiðjur, en ekki heimili eru miðstöðvar framleiðslunnar. Hver starfsmaður á þess að jafnaði ekki kost að kynnast nema einhverjum litlum þætti úr framleiðslu hverrar vöru. Heildarsamhengið, til- gangurinn í starfi hans, fer fyrir ofan garð og neðan hjá honum. Hins vegar hefur annað áunnizt. Nú á almenningur miklu greiðari aðgöngu að bókum, blöðum og hvers konar fræðslu en áður var. Hlutverk skólanna í þessu efni er því ekki nándarnærri jafnómissandi og þá, þótt það sé enn brýnna en áður, að þeir kenni nemendum sínum að

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.