Menntamál - 01.03.1953, Síða 27

Menntamál - 01.03.1953, Síða 27
MENNTAMÁL 21 Bamaskólahald í SunnlendingafjórSungi. Framhaldsviðræöur vifí Bjarna M. Jónsson, námsstjóra. 1 síðasta hefti Menntamála var góðu heitið um það að leita frekari frétta hjá Bjarna námsstjóra um skólahald í umdæmi hans, einkum að því er varðar starfshætti í skól- um og daglegt líf. í því skyni er Bjarni aftur hingað kom- inn til skrafs og skeggræðna. Kennarar og starfsfóllc. Verður okkur fyrst tilrætt um kennaralið og annað starfsfólk skólanna. í því kveður Bjarni sér oft verða hugsað til orða skáldsins: >>•••• hvert eitt fljótandi skip ber þó farmannsins svip. Hann er ferjunnar andi og hafskipsins sál.“ Svo mikinn þátt eigi dagfar kennara og viðhorf til starfs- ins í því að setja svipmót á hvern skóla, að ekki sé það ut í hött að tala þar um anda eða sál. Hann kallar það mikla blessun, hve frjálsmannlegur sá andi sé víðast hvar, og hve lítið gæti ,,hins kaghýdda íslenzka blóðs.“ Fram úr ýmsum vandkvæðum, sem áður var við að stríða í kennaramálum, hefur mjög mikið rætzt á síðari árum. Af 123 barnakennurum í þessu umdæmi eru nú 117, sem kennararéttindi hafa. Áður var mjög erfitt að fá menn með kennaramenntun í margar stöður. Enn fremur hefur sú hreyting á orðið, að kennarar eru miklu spakari

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.