Menntamál - 01.03.1953, Síða 32
26
MENNTAMÁL
veldara sé að fá nemendur til að ganga vel um vandaðar
skólastofur. Enn fremur sé ólíku saman að jafna um
klæðaburð fyrr og nú. Börn komi yfirleitt snyrtilega til
fara í skóla og vel búin til fóta. Er það vafalaust mest að
þakka bættum efnahag, en einnig vaxandi þrifnaði og
auknum skilningi á hollustuháttum. Eitt nauðsynjatæki,
sem talið var í okkar ungdæmi, kveður hann horfið úr öll-
um skólastofum. Það er hrákadallurinn. Nú virðist hans
ekki þörf lengur, hvað sem veldur. Verður okkur báðum að
kíma, þegar við minnumst þeirra tíðu ferða, sem við og
sambekkingar okkar áttum í hornið, þar sem hann stóð.
En skólalífið á nú í þess stað upp á ýmsa aðra tilbreytni
að bjóða.
Nú eru haldnar skemmtanir í flestum skólum tvisvar
eða oftar á vetri. Hefur sú stefna rutt sér til rúms hin
síðari ár að láta sem flest eða helzt öll börnin eiga þátt
í undirbúningi og koma fram á þessum skemmtunum.
Hefur skólastjóri og kennarar á Eyrarbakka og
Hafnarfjarðarkennarar einkum haft forystu í þessum
efnum. Námsstjóri sýndi mér einnig fjölritaða skemmti-
skrá úr skóla austur á Síðu. Nefndist hún Landið mitt.
Var þar fjallað um ýmislegt, er ísland varðar, og tekinn
kafli úr einhverju ættjarðarljóði, eftir því sem við átti.
Las hvert barn sinn kafla. Var þetta snoturlega saman
sett.
Margt skólabarna er í stúkum, skátafélögum og ung-
mennafélögum. Enn fremur tíðkast nokkuð, að haldnir
séu málfundir í skólunum og jafnvel gefin út blöð. I
heimavistarskólum eru hafðar kvöldvökur og þá lesin
framhaldssaga og sitthvað fleira sér til gamans gert.
Tekjum af skólaskemmtunum er jafnan varið til ferða-
laga. Venjulega er farin eins dags ferð um nágrennið, er
skóla lýkur að vorinu, þó er stundum gist. Enn fremur
er ferðinni stundum heitið til Reykjavíkur, þar skoðuð
söfn og farið í Þjóðleikhúsið, ef kostur er.