Menntamál - 01.03.1953, Page 38
32
MENNTAMÁL
og halda sig við það, hvað hægt er að gera að óbreyttum
þeim aðstæðum, þá verður það helzt þetta:
1. Síðari vetur unglinganámsins skal lengja starfstímann
um a. m. k. einn mánuð fyrir þá nemendur, sem hyggja á
landspróf.
Víða er þetta hægt án miklis eða nokkurs kostnaðar,
þar sem víða hagar svo til, að sömu menn annast kennslu
í unglingadeildum og barnaskóla, en smábarnaskólar
standa víða mánuði lengur en kennsla eldri nemenda og
þann tíma hafa margir kennarar ekki fullan starfstíma.
2. Samræma þarf allar kennslubækur í skólum unglinga-
stigsins og öðrum framhaldsskólum.
3. Leggja þarf ríkari áherzlu á kennslu í tungumálum
og reikningi í unglingadeildunum og fjölga tímum í þeim
námsgreinum.
4. Komið gæti til greina, að landsprófsnemendur fengju
lítils háttar viðbótarkennslu 3. veturinn heima í unglinga-
skóla sínum í reikningi, móðurmáli, útlendum tungumál-
um og eðlisfræði og færu á næsta vetri í landsprófsdeild
mið- eða gagnfræðaskóla.
ólafsfirði, 20. febr. 1953.
Sigursteinn Magnússon.